Ég sá einhversstaðar að úrslitaleikurinn á Hm '38 hefði farið 5-4 fyrir Þjóðverjum á móti Austurríki og að í bronsleiknum hafi Svíþjóð unnið Dani, 2-1. En á næstu keppni fór hinsvegar úrslitaleikurinn 17-14 í sigri Svíþjóð á Vestur-Þýskalandi. Tékkóslóvakía vann síðan Sviss, 24-21 í bronsleiknum. Það sem ég var að spá í, var hvort að einhverjum reglum hefði verið breytt eða urðu liðin bara miklu betri á milli þessara móta?