Eftir að hafa búið í Weston-super-Mare í hálft ár sá ég auglýsingu í staðarblaðinu að lið bæjarins, sem lék í Conference South, væri að leita sér að þjálfara. Ég vann reyndar á trygginastofnun en hafði mikla reynslu af knattspyrnu, bæði sem leikmaður og þjálfari á Íslandi. Konan mín, ensk, og ég höfðum ákveðið að flytja til bæjarins sem að hún ólst upp í, eftir að okkur báðum bauðst vinna þar. Ég vissi lítið sem ekkert um þennan bæ, nema að John Cleese (úr Monty Python) og Ritchie Blackmore...