Nú er komið að litlum pistli um nýja vafraran frá Microsoft, Internet Exlporer 7. Þetta er fyrsta útgáfan af IE í fimm ár en þess má geta að nýr Firefox kemur út á morgun (þegar þetta er skrifað). Ég persónulega notaði IE 6 alveg síðan ég byrjaði að nota netið og þangað til fyrir ári þegar ég prófaði Firefox og heillaðist af honum. Þó hef ég prófað að nota Opera en setti mig ekki alveg inní þar og hélt mig við Firefox, enda algjör snilld. Mér finnst þessi ‘Open link in New Tab’ möguleiki...