Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Titta
Titta Notandi frá fornöld 26 stig

Re: Kynþáttafordómar

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Þú s.s. trúir öllum æsifréttum og slúðri? Þú veist ekkert um Venstre. Þú veist ekkert um Danmörku. Það er því ekki hægt að taka mikið mark á þér því að þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að bulla. Er fólk virkilega nýnasistar ef það vill fáa innflytjendur, eins og þú segir? Það eru ALLIR flokkarnir í Danmörku sammála um að herða innflytjendalögin. Þá er sérstaklega verið að tala um þegar útlendingar giftast aðilum frá upprunalandinu einungis til að koma þeirri manneskju og viðkomandi...

Re: Kynþáttafordómar

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hvernig væri nú að þú myndir kynna þér málið? Venstre er EKKI nýnasistaflokkur! Þeir fengu ámæli fyrir vafasamar auglýsingar undir kosningaherferðinni sinni. En að segja að flokkurinn sé nýnasistaflokkur er langt frá sannleikanum. Kíktu á http://www.venstre.dk og svo á http://www.danskfolkeparti.dk og þá sérðu hver munurinn er. Dansk Folkeparti er sá flokkur á þinginu í Danmörku sem agnúast mest út í útlendingana í Danmörku. Pia hefur margoft látið frá sér mjög vafasöm ummæli sem varða við...

Re: Tælendingurinn í landinu.

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hver er munurinn á tælensku konunni og forstjóraekkjunni sem eyðir ellinni í Florída á íslenska ellilífeyrinum? Fólk á rétt á sínum lífeyri hvar sem það er statt í heiminum. Þetta er peningur sem fólk hefur “lagt til hliðar” í gegnum mislangan tíma og er ekki ætlaður til annars. Þannig að svarið er JÁ. Konan átti rétt á sínum lífeyri. Ertu kannski að halda því fram að einhver annar eigi rétt á þeim lífeyri sem hún náði að skrapa saman?

Re: Öfgamaður hættir í stjórnmálum

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég er ekki að tala um ummælin í sjálfu sér. Hann hefur hvergi, hef allaveg ekki orðið vör við það, bakkað frá sínum skoðunum um islam og araba.

Re: Öfgamaður hættir í stjórnmálum

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
En er það öfugt? Eru allir arabar múslimar?

Re: Öfgamaður hættir í stjórnmálum

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ok. hann hefur kannski ekki sagt það beint. En nú get ég ekki annað gert en að hugsa aðeins um allt það sem hann hefur látið út úr sér í gegnum mánuðina. Hann heldur því alltaf fram að hann sé ekki rasisti en … Hann vill araba burt úr Palestínu. Hann hefur viðrað skoðanir sýnar um að Hitler hafi farið rangt að og hefði átt að velja araba og múslima frekar en gyðinga. Hann vill láta banna islam. Hann segist ekki hata “alla” araba. En hvar hefur hann skrifað eitthvað sem bendir til að hann...

Re: Öfgamaður hættir í stjórnmálum

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Þú hatar “bara þá araba sem eru vondir við gyðingana”. Þú hefur líka skrifað að þú viljir banna islam og láta henda öllum Palestínumönnum úr landi sínu annars staðar hér að ofan. Sérðu villuna í þessu hjá þér? Hvenær heldurðu að þú lærir að allir múslimar eru ekki arabar?

Re: Barn Náttúrunnar

í Bækur fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hann kallaði bókin bernskubrek áður en hann las hana aftur mörgum mörgum árum seinna. Þessi bók er hreinn natúralismi. Ég hef lesið mikið gegnum árin, en ég hef sjaldan orðið jafn heilluð af neinni bók eins og þessari. Yfirleitt leiðast mér natúralismarit, en í þessu tilfelli þá sat ég alveg stjörf, svo mikil er innlifunin. Sjálfstætt fólk er meistaraverk ég neita því ekki. Sérstaklega fyrri hlutinn … en mér fannst hann of æji ég veit ekki alveg, of útpældur í seinni hlutanum. Fyrri hlutinn...

Re: Kók eða vatn???

í Heilsa fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Nákvæmlega já. Þú getur fengið sykursýki … þú getur fengið of hátt kólesteról í blóðið (þvengmjótt fólk getur það nefnilega líka) … og hverjir koma til með að borga fyrir það? SKATTGREIÐENDUR!

Re: Lánasjóður Íslenskra Námsmanna!!

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Velkominn í klúbbinn! Ég hef oft lent í stappi við LIN. MUNA AÐ SENDA ALLT TIL ÞEIRRA I ABYRGARP'OSTI!!!!! Vonandi hafa allir náð þessu:) Ég lenti tvisvar í að pósturinn minn þangað týndist. Nú síðast skilaði ég persónulega inn aukapappírum varðandi endurgreiðslur … það er liðinn mánuður, hef ekkert heyrt (þori varla að hringja). Ef þú ert í námi í DK þá er þetta bara upphafið hjá þér varðandi LÍN. Þeim á eftir að takast að troða ýmsu á þig … þeim finnst þú taka of fá próf, þú uppfyllir ekki...

Re: Öfgamaður hættir í stjórnmálum

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Þú segir nokkuð! Hvaðan er þín þekking eiginlega upprunnin? Þú gerir ekki mun á rasista og nasista. Þú heldur að allir sólbrúnir einstaklingar séu múslimar. Þú segist þekkja gyðing í sjón, kannski þú haldir að þeir séu með gullsleginn geislabaug. Þú veist ekkert um hvað baráttan í Palestínu fjallar um. Þú þekkir ekki Balkanskagann frá Asíu. Auðvitað máttu trúa því sem þú vilt. Ef þú vilt trúa því að islam sé eitthvað vont, þá þú um það. En það þýðir samt ekki að það sé það. Sannleikur og trú...

Re: Öfgamaður hættir í stjórnmálum

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ja hérna. ég sé að þú hefur lítið bætt á þekkingu þína síðan síðast. Ef þú myndir nú gefa þér smá tíma og læra að nota orð og hugtök rétt, orðabækur og orðskýringarrit eru greinilega ekki til á þínu heimili, þá gæti bara vel verið að fólk færi að taka þig alvarlega. Þegar þú velur að nota orð eins og gyðingar, múslimar, nasismi, rasismi, siður, skoðun, friður, fjölbreytni, umburðarlyndi, öfgar og svona gæti ég talið endalaust upp, þá finnst mér nú alveg lágmark að þú flettir þeim upp áður en...

Re: Staða LOTR:FOTR

í Tolkien fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hmmm… Af hverju er þessi grein samþykkt hér? Á hún ekki heima á “kvikmyndir”? Ég get ekki séð neitt í innihaldinu sem tengist ritverkinu sjálfu, LOTR. Bókin og myndin eru tveir ólíkir hlutir. Ég stóð í þeirri einföldu trú að þetta áhugamál fjallaði um rithöfundinn Tolkien, en ekki kvikmyndir sem byggðar eru a frásögnum hans. Að mínu viti þá hefði í versta falli mátt samþykkja þetta sem kork! Btw. ég hef ekkert á móti myndinni, hún kom mér skemmtilega á óvart. En miðað við vinnuna og...

Re: Er kollurinn á mér að fara á mis við lögmálin?

í Rómantík fyrir 22 árum, 9 mánuðum
En er þetta ekki líka spurning um traust? Er það ekki stelpunnar (eða stráksins, þetta gerist jú líka stundum á hinn veginn) að segja frá? Það þarf tvo til. Ef einhver er að reyna við einhvern þá gerist jú ekkert fyrr en hinn aðilinn gefur undan. Og ef fólk getur ekki treyst makanum sínum til að tala við fólk sem kannski er að reyna eitthvað, þá á það fólk bara að loka sig af. Það eru engin lög um það að menn megi ekki tala við fráteknar konur, Ísland er ekki Saudi Arabía. Afbrýðissemi og...

Re: Tónfræði

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Getur örugglega notað fullt af orðum þar, graziosso, með yndisþokka:) Ég byrjaði í tónlistarnámi 1981! Svo að ég er búin að ganga í gegnum þetta allt saman. Er reyndar í smá lægð núna, hef ekki verið í föstu tónlistarnámi síðan 1997. En hver veit nema ég fái andann aftur, og víkki tónlistarhlutann í lífinu enn meir. Hef lítið spilað í rúmt ár núna, en er samt ekki hætt. Tónlistin hefur gefið mér mikið. Ég er ekki alæta á tónlist, en samt ekki einhæf. Ástæðan er sennilega sú að vegna...

Re: Tónfræði

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Tóntegundir eru jú ekki bara dúr og moll, eins og þú segir sjálf/ur. Tónfræðin ein og sér er ekki nóg til að semja “stórbrotin” tónverk, en hún er samt sem áður undirstaðan. Hljómfræðin er það sem þú sennilega ert að leita eftir, og tónheyrn sennilega líka. En án tónfræðinnar mun hljómfræðin gagnast þér lítið. Þó finnst mér ef þú ert komin/n í 6. eða 7. bekk að þá sé kannski kominn tími til að byrja að spá í að bæta hljómfræðinni við. En það þýðir samt ekki að þú eigir að hætta í...

Re: Skipulögð mótmæli?

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
já ég á ekki orð! Ég svaraði þeim báðum í gær, Kolbrún fékk kurteisari útgáfuna en háttvirt KF fékk ekki eins kurteist svar. Kolbrún: Takk fyrir greinargott svar. Það sem mig og fleirum langar að vita er hvernig þið ætlið að koma þessum lögum í framkvæmd. Karate og Taekwondo hafa verið stundaðar í landinu í mörg ár og nú viljið þið að sett verði lög á þær íþróttir, lög sem engan vegin samræmast alþjóðlegum reglum í íþróttunum. Þetta verður til þess að þeir sem stunda íþróttirnar á Íslandi...

Re: Skipulögð mótmæli?

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Jamm … ég fékk líka nákvæmlega sömu svör frá þeim vinkonunum. ég get nú ekki að því gert en mér finnst háttvirt Katrín mjög dónaleg. Hún hreinlega gerir lítið úr okkur. Ég legg til að við sendum svör þeirra á formenn stjórnmálaflokka þeirra og forseta Alþingis.

Re: aldurstakmörk fyrir suma aðra ekki...

í Djammið fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Já aumingja litla Ísland. Ég skil ekki þessa skilríkjaáráttu. Af hverju þarf að vera 22 ára aldurstakmark inn á flesta staði? Fólk er lögráða og sjálfráða 18 ára, má versla áfengi 20 ára en má ekki fara á almennilega dansstaði fyrren 22 ára!!! Fyrir mitt leiti má alveg lækka áfengisaldurinn niður í 18 ár (og endilega selja létt áfengi og bjór í matvöruverslunum), og setja aldurstakmörkin inn á staði niður í 18 ár, max. 20 ár. Svona er þetta í mörgum nágrannalöndum Íslands, nema auðvitað í...

Re: Rasismi eða skoðun?

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þú hefur sjálfur skrifað að þú hafir lesið hvorugt ritið, það er nóg fyrir mig til að dæma um þekkingu þína á trúarbrögðum.

Re: Hver er sorglegasta mynd sem ÞÚ hefur séð?

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ekki spurning The Colour Purple Sá hana meira að segja einu sinni á íranskri stöð þar sem hún var döbbuð, skipti engu máli, hún var alveg jafnáhrifamikil. Oprah Winfrey, ég er ekki oprah-fan, lék sitt hlutverk stórkostlega!

Re: Leiðrétting á leiðinlegum misskilningi úr greinTKD

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
uuu… þú ert að svara mér, ég heiti Titta, ekki ljoninja, þannig að ég get ekki alveg séð hvernig þetta tengist mér.

Re: Leiðrétting á leiðinlegum misskilningi úr greinTKD

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
ég var nú að meina að þú ættir að biðja loco afsökunar á að kalla hann “íslenskan durg”. Með svona orðalagi og athugasemdum eins og þú komst með verða kjaftasögurnar til. Að æfa og að hafa æft er ekki það sama. Ég hef æft og hef kynnt mér margt í kringum bardagalistir. Og trúðu mér, þetta eru ekki mínar skoðanir á hvernig iðkendur eigi að hegða sér utan salarins. Ef þú stundar TKD (samkvæmt þínum skrifum ertu í Fjölni) af lífi og sál þá veistu vel að það er ákveðin heimspeki sem fylgir TKD....

Re: Rasismi eða skoðun?

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
En þú veist mikið um trúarbrögð? Þú hefur aldrei lesið Biblíuna og heldur ekki Kóraninn. Þú hefur greinilega ekki fengið trúarbragðafræðslu í grunnskóla, því að sú kennsla ein og saman inniheldur meiri fræði en þú hefur öðlast á öllum þínum rúmlega þrjátíu árum. Endilega láttu vera með að kalla mig fyrir belju í þetta skiptið.

Re: Leiðrétting á leiðinlegum misskilningi úr greinTKD

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þú verður að fyrirgefa, en lastu nokkuð það sem ég skrifaði? Lastu nokkuð það sem loco, shin, magsig og allir hinir skrifuðu? Málið er einfalt, þú komst ekki með skot á skrif neins. Þú komst með óþarfa athugasemd sem alls ekki var fyndin. Þú kemur með meiðandi athugasemd og loco á skilið að fá afsökun. Ef þú hefur ekkert annað á mig en smátíning þá skaltu frekar sleppa því. Það er því miður ekki hægt að undirstrika orðin og þess vegna nota ég stóra stafi. Ef ég vil öskra þá öskra ég, og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok