Þessa dagana er ég alveg sjúk í gráðost og nota hann mikið í matargerð. Það skiptir ekki máli hvort ég hef hamborgara, súpu, pastarétti eða eitthvað annað, ávallt fær gráðosturinn að fylgja með. Um daginn var ég með matarboð og bauð upp á þennan skemmtilega forrétt, en hann fékk ég í bækling einum sem inniheldur ýmsar góðar uppskriftir. Fyrir 5-6 1 hunangsmelóna rækjur kræklingur 200 gr sýrður rjómi, 10% eða 18% 2 msk mæjónes 100 gr gráðostur kavíar paprikuduft Skera skal melónuna þversum í...