Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Tigercop
Tigercop Notandi frá fornöld Karlmaður
2.238 stig
Áhugamál: Smásögur, Deiglan, Forritun

Re: Ertu ?

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ehmm … Já, ég er kallaður Tigercop og ég er hugi.is/kynlífsáhugagaur … Ég er búinn að kveljast af þessu í mörg ár og sé ekki fram á að hætta þessu neitt á næstunni … Ég hef þegar leitað mér lækninga hingað og þangað en alltaf endað með því að þeir einstaklingar sem eru að reyna að hjálpa mér - enda sjálfir sem sexmaniacs … i don´t know why :) Auðvitað er allt ofanvert huge djoke - bara til að forða öllum frá því að misskilja mig feitan vildi ég bara koma því á framfæri sko …

Re: Dagurinn þegar allt gekk illa

í Smásögur fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég er annaðhvort kominn með svefngalsa eða bara hreinlega fengið sandkorn í augun - svo mikið af tárum leka niður úr þeim. Þessi saga þín er ein af þeim mestu steypum sem ég hef nokkurn tíman lesið - en samt alveg ótrúlega skondin og heilsteypt … Svona hrakfallasögur geta oft verið algerar steypur en samt mjög fyndnar ef þær eru vel settar saman - og þér tókst bara vel upp með þessa sögu sko … Vel gert! Kveðja: Tigercop - í galsa og glensi - eða glasi og glaumi.

Re: Er ég ekki til? 1. hluti

í Smásögur fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Mér fannst sagan endalaust vel skrifuð hjá þér og þú ferð hvergi útaf sporinu að mínu mati. Þetta virðist vera hugljúf saga í anda ýmissa ástarsería - þar sem nýtt líf er hafið með óvild og alls ekki að ósk aðalsögupersónunnar - en vonandi heldur þú áfram og kemur henni til hjálpar með nýjum ástum og nýjum vindum sem gera þessa ákvörðun föðurinns þess virði að hafa rifið sig upp frá öllu og farið í “æfintýraferð” á nýjar slóðir … Allavega er þetta virkilega ljúf saga sem ég er mjög spenntur...

Re: Æviágrip hunds

í Smásögur fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þessi saga var svo sem ekkert að heilla mig. Fljótfærnisvillur og greinilega mikill hraði til að klára söguna sem fyrst (enda eins og þú sagðir að þú hafir skrifað hana á 20 mín) … Mér fannst það vanta helling í hana til að glæða hana tilfinningum vegna þess að hún er í raun sorgleg og það ættu að vera miklu fleiri lýsingar í henni varðandi unga eigandann … En það er bara mín skoðun svo sem … En miðað við stuttan tíma og sybbinn höfund - þá verð ég samt að hrósa þér fyrir að missa ekki...

Re: The bad luck blues

í Smásögur fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Já, þetta er bara virkilega vel heppnuð saga hjá þér og mjög vel skrifuð, þrátt fyrir nokkrar villur og örlitla þörf á pússun hér og þar. Geðklofi eða geðveila er erfiður efniviður en mér finnst þér takast bara virkilega vel upp og gef þér gott hrós fyrir… Vel gert!

Re: Litlir fingur

í Smásögur fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Mér fannst þetta bara vera mjög góð saga hjá þér. Hún er virkilega “raunverulega” sorgleg - en svona er lífið örugglega hjá þúsundum barna um allan heim. Þér tekst að lýsa umhverfi og aðstæðum virkilega vel og reyndar það vel að maður getur alveg séð fyrir sér eymdarlegt húsnæði þeirra með öllu draslinu og vibbanum … Reyndar myndi ég sleppa því að koma með útskýringar í sviga (þau búa í sama herbergi og sem betur fer er karlfýlan farin) og bara setja kommu, og koma svo með skýringuna… Ég...

Re: Skömm

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Já, það getur vel verið að það sé svo - að allir forustusauðirnir hafi sín lömb undir hælnum. En það eru mestar líkur á því að maður fái að “fjúka” ef maður er uppi á móti Dabba kóng eða Dóra prest… Aðrir flokkar eru minni áberandi hvað þetta varðar en auðvitað getur þetta verið þar líka - ég hef bara alls ekki kynnt mér það neitt til hlítar svo ég get ekki sagt neitt um það. Aftur á móti hefur það verið áberandi hvað hina tvo hrossabrestina varðar … Kveðja: Tigercop - sem hvorki fílar kóng né prest.

Re: Skömm

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Újee - ég þakka forsjóninni - fyrir sjónina. Ég er vel sjáandi, ef ekki bara alsjáandi (sem sagt ekki í blinda hópnum) og skammast mín ekkert fyrir það að hafa aldrei stutt þessa ríkisstjórn - né sjálfstæðisflokkinn! Ég er kominn af vellauðugu verslunnarfólki - er sjálfur sæmilega efnum búinn og þéna mjög vel - og allt án sjálfstæðisflokksins. Ég veit ekki til þess að fólkið mitt hafi nokkurn tíman stutt við bakið á þeim flokki heldur .. *feginsbros*. Ég er nokkuð sammála því að það virðist...

Re: Sá á kvölina sem á völina, en er valið vert kvalarinnar?

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ef þessi góði vinur er vinur í raun - þá stígur hann til hliðar og leyfir mér að klófesta ástina mína án þess að ég missi vinskapinn. Því skildi “ég” þurfa að bakka frá ástinni bara til að vera vinur og leyfa “vininum” að fá það sem okkur báðum langar í??? Því skildi hann ekki bakka og vera sannur vinur og leyfa mér að vera hamingjusamur? Ef þrír aðilar eru með svona þríhyrning - og eru jafnframt allir svona góðir vinir - þá ætti það að vera lítið mál ef vináttan er sönn að finna málamiðlun....

Re: Bara pæling hér

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Skeiðvöllurinn er skemmtilegasti íþróttavöllurinn og reiðmennska er skemmtilegasta íþróttin …

Re: Feminismi/Saga

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég skil ekkert í því af hverju í hell þú skrifar ekki oftar/fleiri greinar á huga. Þú virðist vera mjög góður penni og flest það sem ég hef lesið eftir þig er ætíð vel skrifað og mjög vel sett upp. Efnið sem þú fjallar um - því kemur þú ætíð vel til skila og þú skrifar þannig að maður nennir að lesa það sem þú hefur skrifað. Með þessari grein tekst þér bara mjög vel að selja mér það að ég er til í að skrifa mig inn í Jafnréttissinnaflokkinn þegar (þú) stofnar hann … ;) Vel gert og góð grein...

Re: Hver er besti penninn á hugi.is?

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hmmm … Ég þakka fyrir mig þó svo ég verði að segja að svona korkar séu skelfilega kjánalegir og tilgangslausir … Eða hvað! .. eru þeir svo tilgangslausir? Nei. Það hefur sýnt sig að stuttu eftir svona korka þá fara þeir sem flest “stig” fá sem “bestu” hugapennarnir af stað með flóðbylgju af greinum í von um að standa undir væntingum eða bara til að fá meiri hrós .. *hóst*. Einnig er næsta víst að maður verður var við að sumir sem virkilega eru “lélegir” pennar byrja allt í einu að skrifa og...

Re: Partí!

í Smásögur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þetta var alveg afspyrnu stutt og snubbótt. Reyndar mjög vel skrifað og hugmyndin fersk og fín - en ef þetta átti að vera draumur - þá byrjar sagan vitlaust. Annars vantar alveg einhver hint um hvað er í gangi og hvers vegna söguhetjan er allt í einu alein inni í svefnherbergi á náttfötunum. (sem sagt virðist hafa verið draumur en eins og ég sagði þá hefði sagan ekki átt að byrja á “ég fór í partý um helgina” .. heldur bara “ég var stödd í partý” … en hvað veit ég svo sem … Persónulega...

Re: Trúður

í Smásögur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Svei mér þá. Þetta er endalaust vel skrifuð saga hjá þér og mjög til fyrirmyndar. Persónulega finnst mér uppsetning og frágangur með því betra sem ég hef séð á huga. Þó efnið væri allt öðruvísi en flestar sögur hérna þá var ekki erfitt að skilja söguna frá a - ö … Það leynist meira segja smá spenna í henni (í sambandi við draugaganginn) sem gerir það m.a. að verkum að ég hlakka til framhaldsins. Alla jafna er ég alls ekki hrifinn af framhaldssögum - en mér sýnist á skrift þinni og...

Re: Dyraverðir/Pravda

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég sé ekkert sem réttlætir svona meðferð á þér - bara vegna meints gruns um að þú hafir reynt eitthvað… Það hefði örugglega ekki verið mikið mál fyrir þessa menn að sýna virðingu og kurteisi - margir saman hefðu auðveldlega getað leitt þig út eða hvert sem er - og beðið eftir lögreglunni - og það án alls ofbeldis. Mæli með því að þú látir verða af því að kæra þetta atvik því þó ekkert verði af málinu mun það samt fara í vissan farveg og jafnvel verða til þess að þessir menn fái tiltal - sem...

Re: Og botnið nú...

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Forsíðan allra sterkust er enda flestir þar… JReykdal bandóða bullara sker bannaðir og settir í kar …

Re: Heimsókn hans til hennar

í Smásögur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Mér fannst þetta mjög skemmtilega skrifað hjá þér. Slatti af villum í sögunni en söguþráðurinn sýnir að þú getur sannarlega samið góðar sögur. Reyndar truflaði það mig aðeins þegar þú komst allt í einu með eitthvað slys sem hann hafði lent í (hefði vel mátt sleppa því vegna þess að maður sér allt í einu fyrir sér bæklaðan náunga) .. en það er bara ég sko sem læt svona óvænt innskot trufla mig… Einnig fannst mér það eitthvað ruglingslegt að þau hefðu þekkst í hvað - tvö ár - og bara talast...

Re: The Fallen, Baksaga Ash

í Smásögur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Já endilega gefðu mér slóðina á söguna. Það væri gaman að lesa hana og sjá hvort hún sé eins athyglisverð og þessi saga hérna…

Re: Hvernig kem ég loftbissu heim?

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Skjóta sér leið í gegnum tollinn? Til hvers að vera að kaupa byssu sem er bönnuð með lögum ef ekki er hægt að skjóta sér bara leið til landsins með henni …

Re: The Fallen, Baksaga Ash

í Smásögur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þetta er nokkuð vel skrifað hjá þér, þrátt fyrir nokkrar augljósar villur og klysjukennda samlíkingu við “nornirnar” (Sharmed)… Ef þetta er bara einhver baksaga við stærri sögu hjá þér þá kæmi mér það ekki á óvart þó ég ætti eftir að sjá þessa sögu útgefna og til sölu í bókabúðum landsins later on .. og ég á þá líklega líka sannarlega eftir að kaupa hana sko! Ég er stundum hálfgerður sukker fyrir klysjulegum sögum um yfirnáttúrulega hluti og atburði svo þú gætir vel selt mér þessa sögu...

Re: Hlaupandi

í Smásögur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég verð nú bara að gefa þér stórt hrós fyrir þessa sögu hjá þér, mjög góð! Hún er skemmtileg og spennandi í senn og þannig uppbyggð að maður nennir að lesa hana. Reyndar varð ég fúll þegar hún endaði því mig langaði að lesa meira og fá að vita meira um hvað gerðist næst … Vona bara að þú skrifir framhald af þessari sögu (þó ég sé eiginlega alls ekki hrifinn af framhaldssögum sko) … Vel gert hjá þér, þú ert flottur penni! Kveðja: Tigercop - með uppglennt augun og opinn munninn af spennu -...

Re: Bobby Fischer væntanlegur til landsins

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Mér hefði ekki getað verið meira sama þó þessi gamli karlfauskur hefði verið kyrr í fangelsi einhvers staðar úti í heimi áfram. Mér persónulega finnst þetta allt umstang og hamagangur í kringum þetta skapstygga og orðljóta - hálfgeðveika gamalmenni - vera íslensku þjóðinni (ríkisstjórn og þingheimi öllum) til háborinnar skammar! Á meðan allir eru að hamast eins og trúðar og fjölmiðlafólk treður hvert annað niður í von um að fá feita frétt út úr þessu heimskulega máli - skiptir sér engin að...

Re: Hver hefur rakað sig? Þ.e. fyrir neðan háls...

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
And? The point is what? Það er betra að vera steiktur en hrár … Engin vill smakka það sem hrátt er en allir eru til í að smakka á því sem er vel steikt … Kveðja: Tigercop - vel steiktur gaur - and loving it!

Re: Hver hefur rakað sig? Þ.e. fyrir neðan háls...

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Bull og vitleysa. Þeir sem raka sig fyrir neðan mitti eru snyrtilegir snyrtipinnar og eru að hugsa um það hvað konum finnst yfirleitt dásamlegt þegar þær sjá að þeir hafa haft eitthvað fyrir því að gera þeim lífið léttara þegar þær fara niður á þá… Það er nú þannig t.d. með hárin undir höndunum - og líka neðar - að þessi hár draga í sig svitalykt og oft er þessi lykt mjög sterk og óaðlaðandi. Þeir/þær sem eru með t.d. sterka svitalykt yfirleitt geta losnað við hana að mestu með því að raka...

Re: Ævintýri Abdullah

í Smásögur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég verð að vera sammála tIcelander um að þetta var svona frekar leiðinlegur hrærigrautur. Þetta minnti á samansull af James Bond, Sindbað sæfara, Alibaba og ræningjarnir og guð má vita hvað annað bullast inn í þetta. Og í þokkabót kom einhver þráður úr allt annarri átt um einhverja vini sem annaðhvort voru drulluhræddir, að borða eða dauðir — … or sum. Ég hefði frekar langt meira í sjálfa aðalsöguna - og haft annaðhvort allt í gömlum stíl - með töfrateppi, galdraseið, njósnaapa, túrbína með...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok