Víkur nú sögunni heim að Ríkabæ. Ríkibær er stórt og glæsilegt herrasetur. Herra Einráður, stórbóndinn í Ráðríkusveit, hafði látið byggja setrið handa sér og fjölskyldu sinni fyrir nokkrum árum þegar hann flutti í sveitina frá borginni. Fyrst hafði hann látið byggja herrasetrið eitt og sér, en svo stækkuðu þær Gunna og Ebba, dætur hans, svo fljótt að hann ákvað að byggja tvær nýjar álmur, sína hvoru megin við Ríkabæ handa þeim. Gunna lá, á maganum, uppí rúmi og flétti letilega í...