Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Tigercop
Tigercop Notandi frá fornöld Karlmaður
2.238 stig
Áhugamál: Deiglan, Forritun, Smásögur

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.18. (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Tíminn leið hratt og fyrr en varði var beðið um hljóð í salnum. Búbú gamli hafði slegið stórum staf niður í gólfið á salnum og við það þögnuðu allir og horfðu til hans. Skjóna stóð við hlið hans og þau voru afar tignarleg á að líta. ,,Heiðruðu gestir, við viljum biðja ykkur öll um að fara yfir í stóra hátíðarsalinn hér við hliðina. Við munum halda dansleikinn sjálfan þar og einnig er að koma að hátindinum, konungurinn er á leiðinni og er væntanlegur innan skamms” sagði hann hástöfum og það...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.17. (3 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Á Grobbstöðum var gráðugi og feiti sveitastjórinn, ásamt Ruddu ráðskonu, að fara út í nýjan eðalvagn sem hafði verið sérstaklega keyptur fyrir þessa ferð. Féð sem notað var til að kaupa vagninn hafði hann auðvitað tekið úr sveitasjóðnum en það þurfti enginn að vita. Gráðugur hafði notað sjóði sveitarinnar að mestu leyti til eigin afnota og hann hafði ekki hugsað sér að greiða það til baka. ,,Hver ætti svo sem að fara að stinga nefinu í saumana á fjármálunum hjá mér” hugsaði Gráðugur eins og...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.16. (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Heima að Snýtukoti var Skjóna gamla að leggja lokahönd á það verk sem hún hafði tekið að sér fyrir gömlu hjónin á Snauðustöðum. Jesper sat við eldhúsborðið hennar og hámaði í sig nýbakaðar skonsur með heimatilbúnum osti á. Gamla konan horfði á drenginn og vonaði að þetta mundi ekki breyta honum of mikið. ,,Þú verður sennilega aldrei aftur við gamla eldhúsborðið mitt að borða skonsur, ef þú þá nokkurn tíman borðar skonsur aftur” sagði hún annars hugar og strauk yfir kinn drengsins. Jesper...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.15. (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Á sama tíma og gráðugt og ruddalegt heimilisfólkið á Grobbstöðum lagði á ráðin um að eignast allan heiminn, lagði Jesper af stað frá Snauðustöðum til Skjónu í Snýtukoti. Hann var að fara til að ná í lömbin sín og til að tala örlítið við gömlu konuna sem hafði verið honum svo góð. ,,Ég veit ekki hvernig allt væri ef hennar Skjónu hefði ekki notið við“ sagði Jesper við sjálfan sig. Hann hugsaði til þess að gamla konan hafði alla tíð verið til staðar og hún virtist alltaf birtast þegar hennar...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.14. (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Veðurblíðan virtist ætla að halda velli, sólin heilsaði nýjum degi brosandi og fuglarnir sungu glaðlega út um allt. Í eldhúsinu hjá Gráðugum á Grobbstöðum réð frú Rudda ríkjum. Hún var ráðskona herra Gráðugs sveitastjóra og hafði verið það um árabil. Ruddu fannst ekkert eins gott eins og að ráðskast með starfsfólkið á Grobbstöðum, og henni leyfðist það vegna stöðu sinnar. Hún bar mikla umhyggju fyrir herra Gráðugum og var alltaf með nefið niðri í öllu. Það hafði verið hún sem benti herra...

Er á fullu við að reyna að loka sögunni. (3 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hæhæ allir - ég er á fullu að reyna að loka þessari leppalúðasögu um sveitalubbann því mér sýnist á öllu að hún sé alltof löng og leiðinleg fyrir svona vetvang - og auðvitað óritskoðað þannig að í fullri óklipptri útgáfu er svona líklega bara leiðinlegt að lesa - en fyrir mig er það nauðsynlegt að koma þessu frá mér því annars mun ég naga á mér handarbökin for ever :) Vona að þið hundsið bara söguna ef ykkur leiðist hún - ég skal reyna að koma henni útúr heiminum eins fljótt og ég get!...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.13. (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Heima í Snýtukoti var allt rólegt, eins og venjulega. Skjóna gamla hafði fengið sendan stóran kassa, fyrr um daginn, frá litlu systur sinni í Kaupmannahöfn. Nú sat gamla konan með kassann opinn og var að tína upp úr honum það sem hann hafði að geyma. Meðal annars var þar glæsilegur samkvæmiskjóll sem Skjóna hafði beðið sérstaklega um. Þessi kjóll var orðinn gamall en allur enduruppgerður og yfirfarinn, hann hafði verið í sérstöku uppáhaldi hjá gömlu konunni um það leyti sem hún fór frá...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.12. (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Heima að Ríkabæ voru allir löngu komnir á fætur og á stjá. Veðrið hafði breyst til muna og virtist sólin ætla að ná í gegnum skýin. Ákveðið var að fara í smá lautarferð með gestina úr borginni og taka með nesti. Herra Einráður bað ráðskonu sína um að útbúa stóra körfu fulla af gómsætum kræsingum. Síðan fór hann sjálfur niður í kjallarann og náði í úrvals ávaxtasafa sem hann hafði sjálfur búið til. Þegar hann kom aftur upp mætti hann móður sinni sem var að koma inn. ,,Ég náði í dálítið af...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.11. (7 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Á Ríkabæ hafði frú Ríkey líka vaknað snemma. Hún sat við gluggann sem snéri út að hlaði og saup á teinu sem hún hafði hellt sér uppá. ,,Mikið er kyrrlátt hérna” sagði hún við sjálfa sig. ,,Hérna væri indælt að eiga lítið sumarhús til að eyða sumrunum” sagði hún við sjálfa sig og andvarpaði. Þó að þungskýjað væri var veður stillt og gott. Allt í einu sá hún hvar yngri sonar dóttir hennar læddist meðfram húsinu og hvarf inn í hesthús. Frú Ríkey var létt í spori þegar hún skaust upp á næstu...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.10. (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Jesper var að ljúka við að grafa yfir öskuna sem eitt sinn hafði verið dráttarvél þegar hann sá einhvern koma ríðandi yfir ásinn á bakvið bæinn. Hann gekk á móti aðkomumanni sem var tilkomumikill. ,,Það er sjaldan sem gesti ber að garði á Snauðustöðum” kallaði hann á móti þeim gestkomandi. Þegar maðurinn kom nær sá Jesper að þetta var mjög digur maður, örugglega hátt í tvö hundruð kíló. Jesper velti fyrir sér hvort aumingja hrossið væri ekki orðið bakveikt undan þunga mannsins. ,,Ert þú...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.9. (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Skjóna gamla sat á rúmstokknum og dundaði við rokkinn. ,,Ef stúlkukindinni tekst að fá drenginn með sér á staðinn þá er helmingur erfiðisins búinn” tautaði hún með sjálfri sér. Hún velti því fyrir sér hvernig best væri að koma öllu öðru á sinn stað eða á rétta hillu. Skjóna tók upp bréfið sem lá á rúminu og leit aftur í það, örugglega í sjötugasta skiptið frá því hún fékk það. ,,Þótti leitt að heyra þetta með gömlu hjónin” las hún. ,,Hvernig líður syni þeirra?” las hún áfram og gretti sig...

Skáldsaga! Óhapp á óhapp ofan! (4 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ah, England, hvílíkt land!!! Ég lét hugann reika til baka, alla leið til Keflavíkur fyrir um tveim vikum en það var þá sem ég lagði af stað í ferðalag sem ég gleymi aldrei. Klukkan var rétt um átta árdegis þann 1. júlí og ég sat við gluggann sem var staðsettur beint fyrir ofan væng þotunnar sem átti að fljúga með mig til Englands, þetta var ein stærsta flugvél sem ég hafði sest upp í og ég var mjög spenntur. Mig hafði lengi langað til að ferðast um England og loksins var ég búinn að safna...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.8. (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Á meðan þetta allt gerðist sat Jesper enn í dyragættinni á Snauðustöðum og hugsaði um óheppni sína. Viður gamli lá við fætur húsbónda síns og svaf vært og áhyggjulaust. ,,Ég verð að athuga hvort það vilji ekki einhver kaupa bæinn og jörðina” hugsaði Jesper. Hann ákvað að fara fljótlega til herra Gráðugs á Grobbstöðum, en hann er sveitastjóri Ráðríkusveitar. Gráðugur átti heima á næsta bæ við Snauðustaði, en Snauðustaðir voru á milli Snýtukots og Grobbstaða. ,,Kannski veit herra Gráðugur um...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.7. (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Í hádegismatinn fengu þau dýrindis lúðu, dásamlegur fiskur. Þau skemmtu sér öll vel á meðan að á máltíðinni stóð. Herra Einráður sagði dætrum sínum meðal annars frá sölu Voldugustaða. Hann sagði þeim líka frá því að hann ætlaði kannski að skreppa þangað í næstu viku og reyna að komast að því hver þar réði ríkjum. Svo bar hann þeim einnig kveðju frá ömmu þeirra. Þegar stórbóndinn var farinn inn á skrifstofu sína með póstinn, sem hafði borist á meðan á máltíð stóð, horfði Ebba á stóru systur...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.6. (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Jesper greyið var niðurlútur þegar hann yfirgaf stóra fallega herrasetrið og hélt heim á leið. Aldrei áður hafði honum liðið svona illa, ekki einu sinni þegar gömlu hjónin foreldrar hans vildu ekki vakna af blundinum langa. Þegar hann kom aftur heim að Snauðustöðum leit hann í kringum sig og klóraði sér í hárlubbann. Hárlubbinn var ber vegna þess að hann hafði misst lambhúshettuna sína þegar herra Einráður dró hann að útidyrunum og henti honum út á hlað. ,,Þvílík vandræði” hugsaði Jesper...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.5. (4 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Gunna vaknaði líka eldsnemma á þessum sólríka og yndislega degi, henni fannst dagurinn að minnsta kosti lofa öllu fögru. Lítið vissi hún um öll ósköpin sem dunið höfðu yfir heima á Snauðustöðum. Hún hoppaði framúr og opnaði fataskápinn sem þakti nær allan vegginn á móti rúminu. Hún ákvað að vanda fatavalið sérstaklega vel í tilefni dagsins. Það varð úr að hún fór í fallegan sólgulan kjól sem hún hafði fengið í vikunni áður. ,,Pantaður úr tískublaði” hugsaði hún glaðlega. Hún skoðaði sig í...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.4. (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Jesper hvatti Grána gamla hratt áfram því honum lá svo á að komast heim að Snauðustöðum. Hann hlakkaði til að segja húsdýrunum frá nýju húsfreyjunni sem var væntanleg, hann var vanur að tala við dýrin. Hann áttaði sig ekki á því fyrr en um seinan hversu gamall og lúinn Gráni var orðinn. Rétt áður en þeir náðu heim gafst gamli hesturinn upp og sprakk, hann bara hreinlega datt niður og dó. Jesper klappaði hræinu og leið illa yfir glötuðum vini. ,,Þú ert nú þó ekki alveg ónýtur þrátt fyrir að...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.3. (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Jesper sat uppi á Grána gamla hinu megin við Snýtukot, hann hafði bankað og barið á dyrnar hjá Skjónu gömlu en engin svaraði svo hann snéri bara aftur heim á leið. Þegar hann var kominn upp ásinn sem lá á milli Snauðustaða og Snýtukots stoppaði hann og leit til baka, þá sá hann að einhver var á ferðinni við lækinn hinu megin við Snýtukot. Þessi mannvera var það langt í burtu að Jesper gat engan veginn séð hvort þetta væri Skjóna gamla eða einhver annar, hann ákvað að ríða til baka og athuga...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð, nr.2. (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Víkur nú sögunni heim að Ríkabæ. Ríkibær er stórt og glæsilegt herrasetur. Herra Einráður, stórbóndinn í Ráðríkusveit, hafði látið byggja setrið handa sér og fjölskyldu sinni fyrir nokkrum árum þegar hann flutti í sveitina frá borginni. Fyrst hafði hann látið byggja herrasetrið eitt og sér, en svo stækkuðu þær Gunna og Ebba, dætur hans, svo fljótt að hann ákvað að byggja tvær nýjar álmur, sína hvoru megin við Ríkabæ handa þeim. Gunna lá, á maganum, uppí rúmi og flétti letilega í...

Sveitalúðinn fer í bónorðsferð. (3 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
það var fáliðaður hópur sem stóð úti á hlaði við Snauðustaði í Ráðríkusveit. Litli bærinn hafði verið byggður að mestu úr torfi og grjóti fyrir um það bil 80 árum og var bæði skakkur og gisninn. Hópurinn samanstóð að mestu leyti af húsdýrum, ungi drengurinn sem yfir þeim stóð hafði gefið þeim hin ýmsu nöfn. Þrjár hænur sem hann kallaði Sillu, Villu og Millu og einn 20 vetra gamall hestur sem hann kallaði Grána gamla. Þar var líka einn gamall geithafur sem sem kallaður var Vindur, einn...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok