Konungurinn stóð upp og gekk fremst á pallinn, það lék glaðlegt bros um varir hans. Loksins var að koma að því að hann gæti farið að lifa rólegra lífi, einnig mundi hann brátt geta dregið sig meira í hlé frá opinberu lífi konungdómsins því allt var um það bil að breytast. ,,Kæru vinir” byrjaði Hans Hátign. ,,Það er mér sérstök ánægja að fá heiðurinn af því að kynna þennan merka mann sem nú mun taka við lyklavöldum að Voldugustöðum, sem og að ýmsu öðru líka” sagði hann og brosti enn einu...