Brautryðjandinn Fyrsti formaður TBR var jafnframt sá sem bar uppi starfsemi félagsins fyrsta áratuginn. Það er því ekki tilviljun að Jón Jóhannesson var stundum kallaður “brautryðjandinn” af mörgum badmintonmönnum. Jón fæddist 17. júní 1909 á Ísafirði, þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans voru Jóhannes Kr. Jensson, skósmíðameistari og Pálína Brynjólfsdóttir, húsmóðir. Bróðir Jóns var Brynjólfur Jóhannesson leikari. Jón hét reyndar fullu nafni Jón Sigurðsson Jóhannesson. Þegar hann fæddist...