Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TheySeeMeTrollin
TheySeeMeTrollin Notandi frá fornöld 1.414 stig
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.

Re: eyes

í Húmor fyrir 15 árum
Woah mindfuck

Re: Léleg helgi.

í Tilveran fyrir 15 árum
Eftir á að hyggja rættist svo sem alveg úr minni líka.

Re: Aftæðiskenningin.

í Tilveran fyrir 15 árum
Já, það er svo gaman að hafa svona mikla og skemtilega karaktera sem kennara. Hann náði líka að kenna mér fullt af dóti í eðl213 sem að ég er hræddur um að einhverjir aðrir hefðu skilið mig eftir alveg strand með, svo að hann fær stóran plús í kladdann frá mér :)

Re: Aftæðiskenningin.

í Tilveran fyrir 15 árum
…eða það :P Annars var 213 stórmagnaður áfangi, Vésteinn Rúni kenndi mér hann á sínum tíma og það er alveg einstaklega fyndinn kennari ;D

Re: Aftæðiskenningin.

í Tilveran fyrir 15 árum
Nú, svo að þessi áfanganúmer eru þá að einhverju leyti sambærileg milli skóla, jafnvel í valáföngum á kjörsviði. Merkilegt.

Re: Aftæðiskenningin.

í Tilveran fyrir 15 árum
Það er nú ekki víst að þessi áfangi sé kenndur nema í MH ;)

Re: Kæra sorp

í Sorp fyrir 15 árum
Hvernig í fjandanum tengist það hugmyndagjöfum?

Re: sannanir

í Tilveran fyrir 15 árum
Eins og áður sagði er stærðfræði gríðarlega vítt hugtak, en í klassísku skilgreiningunni er þónokkur hópur fólks sem ekki finnst gaman að takast á við stærðfræðiþrautir. Systur minni held ég t.d. að finnist ekkert leiðinlegt að finna út hvernig stækka skal prjónauppskrift, en ég efast um að hún líti á það sem stærðfræði.

Re: Styttist í jól

í Anime og manga fyrir 15 árum
Æðislegt. Var einmitt að pæla í að senda inn eina svona í gær í tilefni aðventunnar. <3

Re: sannanir

í Tilveran fyrir 15 árum
Ég held að þessi getgáta komi nú bara úr því að þú eigir erfitt með að skilja hvað öðrum þykir uppáhaldsfagið þitt leiðinlegt. Auðvitað er stærðfræði afskaplega vítt hugtak, en að áætla að öllum finnist skemmtilegt að glíma við gátur á ieinhvern hátt tengdar stærðfræði tel ég hæpna yfirlýsingu. Það bætir samt ekkert skap manns í garð stærfræðinnar að geta ómögulega skilið hana, sem ég held að sé alveg þáttur sem megi taka með þegar einhver segist hata stærðfræði.

Re: sannanir

í Tilveran fyrir 15 árum
Hvað áttu við? Mér er í alvörunni meinilla við fullt af stærðfræði, mun meira heldur en nokkura manneskju sem mér kemur fljótt til hugar. Og þar sem ég er nú ekki alslæmur í stærðfræði þá get ég alveg skilið að þeir sem eru slakari en ég geti hreinlega hatað hana. Er ekki oft sagt að það sem við skiljum ekki hræðumst við og bregðumst við með hatri?

Re: sannanir

í Tilveran fyrir 15 árum
Það er nú gott að áhugasviðin eru ekki þau sömu hjá öllum :)

Re: sannanir

í Tilveran fyrir 15 árum
Jújú, einhver verður víst að taka það að sér ;)

Re: sannanir

í Tilveran fyrir 15 árum
Maður þarf nú stundum aðeins að vinna í mindsettinu til að gera sum fög skemmtilegri en ella, en ég er alveg sammála þér. Ég gæti t.d. aldrei hugsað mér að fara í verkfræði eða í rauninni hvað sem er með mikilli áherslu á stærðfræði, því ég veit að hún myndi skemma fyrir mér það sem mér þætti actually áhugavert í faginu. Þá kynni ég mér frekar efnið bara á wikipediu eða einhverju viðlíka og reyni að skilja grunnconceptin, sem gengur oft ágætlega. Ég gæti t.d. aldrei reiknað mikla...

Re: Hressir tappar

í Tíska & útlit fyrir 15 árum
Ég myndi kannnski mæta í þessari múnderingu á öskudaginn, en annars ekki.

Re: sannanir

í Tilveran fyrir 15 árum
Jæja, það er gott að heyra. Fátt verra en að sitja fög sem maður getur ómögulega fengið sig til að líka við.

Re: Kæra sorp

í Sorp fyrir 15 árum
Búinn að prufa mína hugmynd? Annars gætirðu skrifað sögu sem segir frá reynslu saklauss manns af stríðsátökum sem hafa kostað hann konuna, tvo elstu syni sína og heimili sitt og hvernig hann tekst á við lífið á vergangi með þriggja ára dóttur sinni. Þú gætir rætt um þá reiði sem býr í brjósti hans, og hvernig hann efast um að geta innrætt dóttur sinni góð gildi í þeim aðstæðum sem hann er í. Þú gætir skrifað um martraðirnar sem hann fær og hvernig hann vaknar upp með andfælum á stöðum sem...

Re: Kæra sorp

í Sorp fyrir 15 árum
*Mig vantar Þú verður að skilgreina betur hverju þig vantar hugmyndir að. Þegar þú ert búinn að afmarka efnið sem þú vilt fá hugmyndir um tekurðu brainstorm og skrifar allt niður á blað. Engar hugmyndir eru gagnrýndar á þessu stigi. Næst síarðu út nokkrar bestu hugmyndirnar og vinnur með þær lengra í huganum, sérð hvert þú getur tekið þær og hvort þær taka einhverju breytingum. Gott er að skrifa niður punkta um hverja hugmynd og jafnvel gera hugarkort. Að lokum velurðu svo þá hugmynd sem þér...

Re: sannanir

í Tilveran fyrir 15 árum
Er stærðfræðigreiningin að fara eitthvað illa í þig?

Re: sannanir

í Tilveran fyrir 15 árum
Ég átti auðveldara með að læra að heilda í eðlisfræðiáfanganum Afstæðiskenningin og kraftar í hringhreyfingu, en á þeim tíma var ég í stæ303 og kunni því ekki að heilda líkt og flestir sem sátu tímann með mér, heldur en þegar ég tók heila önn í að læra það í stæ503. Stærðfræði finnst mér mun auðveldari þegar maður hefur einhver lokamarkmið fyrir dæmin, t.d. að reikna út krafta sem verka á hlut, heldur en þegar maður byrjar með einhverja tölu/jöfnu/whatever úr lausu lofti gripna, fylgir...

Re: Léleg helgi.

í Tilveran fyrir 15 árum
Kannast við það, þarf sjálfur líklega að velja milli þess að vaka í nótt eða hringja mig inn veikann í vinnunni til að klára þessi tvö sem ég á að skila á morgun :P Gangi þér samt vel :)

Re: Léleg helgi.

í Tilveran fyrir 15 árum
Lýst vel á það hjá þér, er sjálfur að detta í Bajon skinku og jólaöl á hverri stundu.

Re: Löggan að leita í bílum

í Tilveran fyrir 15 árum
trew trew

Re: Léleg helgi.

í Tilveran fyrir 15 árum
Jæja, gúdd sjitt. Þá óska ég þér bara góðs sunnudagskvölds í danaveldi. Jólabjórinn kominn og lífið verður varla betra hjá baunanum en þá ;)

Re: Léleg helgi.

í Tilveran fyrir 15 árum
Versti tími ársins. :(
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok