Ég held að þú hefðir gott af því að lesa mannkynssögu, en hún hefur mótast af ófriði og stríði allt frá fyrstu tíð. Frumstæðir ættbálkar í Afríku sem lifa við afskaplega þröngan kost há stríð sín á milli enn þann dag í dag, svo að þessi kenning þín er þvættingur. Þar að auki hefur verið sýnt fram á að menntun og upplýsing eykur friðsemd verulega. Það þarf því að uppfræða heiminn að því marki að spilltir pólítískir leiðtogar hreinlega geti ekki lengur háð stríð vegna þrýstings frá upplýstum...