Ég er alveg sammála þér, þetta lífsgæðakapphlaup er að sliga okkur. Álagið frá öllum gerir þetta þjóðfélag stressað, aggresíft, leiðinlegt og fordómafullt. Ég þori að veðja að ef að við myndum nú bara fara að styrkja hvert annað, hvetja náungan, óska til hamingju með góðan árangur og vera bara almennt yndisleg, eða a.m.k. almennilegt við hvert annað, myndi okkur öllum líða mun betur. Bara það að fá hrós er sjaldgæft nú til dags, allir vaða yfir alla, og fólk er rakkað niður fyrir það sem það...