Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TheySeeMeTrollin
TheySeeMeTrollin Notandi frá fornöld 1.414 stig
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.

Re: Fyrir þá sem ekki vita hvað Naruto er...

í Anime og manga fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Þú þarft að bæta / við í seinna skiptið til að slökkva á henni :)

Re: Cthulhu

í Spunaspil fyrir 16 árum, 11 mánuðum
In Lovecraft's fiction, R'lyeh is sometimes referred to in the ritualistic phrase “Ph'nglui mglw'nafh Cthulhu R'lyeh wgah'nagl fhtagn”, which roughly translates to “In his house at R'lyeh, dead Cthulhu waits dreaming”.

Re: Afmæli :D

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Til hamingju með afmælið. Hvernig er annars að eiga afmæli á aðfangadag?

Re: Þorláksmessa

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég þoli ekki þetta jólastress, manntroðningur og múgæsing með því leiðinlegra sem ég veit. Hjá mér kemur jólaskapið fyrst almennilega í gang þegar ég get sest niður í rólegheitunum, fengið mér gott að borða, opnað pakka og slakað á án þess að nokkur láti sér detta í hug að trufla mig.. en svona er nú fólk misjafnt :)

Re: Jól...

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Já, ég var líklegast líka full grófur þarna. Afsakaðu það, og eigðu gleðileg jól :)

Re: Jólahvað?

í Anime og manga fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Jamm, við erum dugleg að apa upp svikið siðgæða nágrannanna í vestri.

Re: World of Darkness: Umfjöllun

í Spunaspil fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Að segja einhvern gera sig að fífli er ekki það sama og að kalla einhvern fífl. Vafalaust höfum við flest lent í því einhverntíman að gera hluti sem aðrir hafa litið hornauga, en það má draga lærdóm af því þegar okkur er bent á það. Það var alls ekki ætlun mín að móðga né særa viðkomandi, heldur aðeins benda honum á að svör sem þessi væru til þess eins fallin að sverta notendanafn hans.

Re: Jól

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ekki vera með svona munnsöfnuð. Annars fattaði ég ekki spurninguna þína. Hvað er málið með þetta myndband? Hvað áttu við, hvað er málið? Ég get sagt þér að þetta er úr lokaþætti Lucky Star, en ég geri mér ekki grein fyrir eftir hverju nákvæmlega þú ert að falast þarna.

Re: Jól

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Það er góð spurning…

Re: Jól...

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Og haha, ef þú túlkar það sem öfundsemi að ég eigi ekki flott, merkt föt eins og þú, þá ertu ekki alveg að ná mér. Ég myndi ekki nota þess föt þó ég fengi þau gefins, ekki að conformist hálfviti eins og þú skiljir hvað ég eigi við. Líklega póserlegasta og hálvitalegasta svar sem ég hef lengi séð. Þú ert einn af þessum sem eru mestu conformistarnir, þ.e.a.s. einn af þeim sem auglýsir sig sem non-conformist. Plebbi.

Re: Jól

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Tjah… jájú, líklega. Ég fer oftast ekki í mikið jólaskap nema eftir sex á aðfangadagskvöld.

Re: einfallt vs. flókið

í Tíska & útlit fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Það fer nú bara eftir því hvaða hughrifum maður vill ná fram með fatavali.

Re: Hvar eru búðir?

í Tíska & útlit fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég á einmitt ullarfrakka líka, besta flík sem ég hef nokkurntíman átt. Hlýr, þægilegur og flottur. Óska þér til hamingju með þinn :)

Re: nasismi/rasismi

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég er feginn að því, mér væri illa brugðið ef ríkið væri tekið til við að ritskoða hugmyndir fólks og hugsanir ;)

Re: nasismi/rasismi

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
1. “Pólverjar og þannig fólk” stunda það ekki almennt að skjóta, nauðga né ræna. Reyndar efast ég um að þessi skilgreining eigi rétt á sér um nokkurn kynþátt eða þjóðarbrot. Vissulega hafa komið upp mál varðandi ágang erlendra verkamanna, og er það miður, en mér þykir þú fullfljótur á þér að dæma stóran hóp fólks sem þú augljóslega veist lítið sem ekkert um. 2. Það er alveg þó nokkuð af svörtu fólki á Íslandi, en það er mikið rétt að fæst þeirra stunda það að skjóta, nauðga né ræna. Reyndar...

Re: nasismi/rasismi

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Já, ég hef horft á American History X, en boðskapur hennar er einmitt ekki rasismi, heldur þvert á móti og sem betur fer, jafn tilveruréttur kynþátta. Þú hefur greinilega misskilið eitthvað. Annars er það bull að svart fólk stundi það almennt að skjóta, nauðga og ræna, hvort sem það er sér til ánægju eða að atvinnu. Það er misjafn sauður í mörgu fé, og þær félagslegu aðstæður sem margir minnihlutahópar búa við ýta oft á tíðum undir ofbeldi og aðrar annarlegar hvatir. Svo er enginn að stelu...

Re: nasismi/rasismi

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ekki gætirðu þó bent mér á þá lagaheimild? Ég veit að meiðyrði eru bönnuð, en mér þykir það gróft brot á málfrelsi að fólk fái ekki að tjá skoðanir sínar, sama hversu asnalegar þær eru. Og nei, ég er alls ekki rasisti… raunar eru fátt sem mér þykir fáránlegra og órökréttari hugsun en það.

Re: Hugsið ykkur hvað tíska breytist fljótt!

í Tíska & útlit fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Það segja flestir, en ef betur er að gáð fer hún meira í spíral sem vex upp á við; Hún er lík fyrrri stefnum en bætir þó alltaf miklu við sig :) …ég pæli alltof mikið í þróun :/

Re: Skinkur!

í Tíska & útlit fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Þú hefur lög að mæla.

Re: Hvar eru búðir?

í Tíska & útlit fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Frakkar eru bestu flíkur í heimi! Þetta er líklega of seint, en hjálpræðishersbúðin er oftast með góða frakka, og það ekki nema á 2500 kall, sem er náttúrulega ekkert nema snilld.

Re: Dead records

í Tíska & útlit fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Allir hafa verið með þennan avatar.

Re: skrítið vandamál...hehe

í Rómantík fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég get með sanni sagt að ég myndi gefa mikið fyrir að hafa tekið þátt í svona dóti í gagnfræðaskóla. Það er betra að byrja snemma en ekki :(

Re: World of Darkness: Umfjöllun

í Spunaspil fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Gleðileg jól og farsælt komandi ár :)

Re: Ég ...

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Það er óhollt fyrir sálina að hata, og því reyni ég eftir besta megni að láta mér líka vel við hlutina.

Re: World of Darkness: Umfjöllun

í Spunaspil fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Hverjum er ekki nákvæmlega sama hver les greinina fyrstur? Ég vil biðja þig að svara aldrei aftur grein, korki né mynd vegna þeirrar einu ástæðu að þú sást hana fyrstur. Ef þú hefur ekkert til málanna að leggja er betra að þegja en gera sig að fífli.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok