Partur af því að vera fordómalaus er einnig að vera fordómalaus gagnvart þeim sem hafa fordóma, sama hvort það er gegn manni sjálfum eða einhverju öðru. Mér finnst t.d. bara allt í lagi að amma mín segi að tattúin mín séu ógeðsleg, að ég hefði nú átt að sleppa þessu o.s.frv. Það er hennar skoðun, sem hún á fullan rétt á að hafa. Ég er samt ósammála henni, en það er algjör óþarfi að vera eitthvað að pirra sig á svona.