Stjörnuryk og Alkemistinn. ,,Stjörnuryk,” sagði Alkemistinn, sem hafði setið hljóður við skrifborðið sitt inni í stofu síðustu tvær stundir er kominn fram í eldhús, og hallar sér upp að dyrakarminum. Ég hafði verið að vaska upp með hugann við eitthvað allt annað og krossbrá. Ég beit í tunguna á mér til að skrækja ekki, en sagði bara: ,,Ha?” ,,Stjörnuryk, Marcia. Við erum gerð úr stjörnuryki.” Svarar hann mér þolinmóður. ,,Ég er ekki allveg viss um að ég skilji þig,” segi ég óþolinmóð. Ég hef...