Að raða geisladiskum eftir artist er jú almennt í stafrófsröð. Bækur; Stærðar röð er allt í lagi. En þetta Newest-Oldest DVD dæmi þitt er úti hött. Hvað ef þú kaupir, segjum, fyrsta hluta Lord of the Rings þríleiksins og síðan aðrar myndir þar á milli áður en þú fjárfestir í næsta kafla seríunnar… Augljóslega er langt skynsamlegast að hafa Lord of the Rings myndirnar saman í stað þess að hafa eitthvert bil á milli. Það að “Kaupa þær allar í einu” eru ekki nógu góð rök af þinni hálfu.