Hvert er verðmæti leikja sem þú ert “búinn” að spila í þínum augum? Hér á ég ekki endilega við það að þú hafir leikið leikinn til fulls, í öllum þyngdarstigum. Heldur að þú hafir spilað hann það mikið að þú átt ekki eftirkvæmt. Tek sem dæmi að ég klára ávallt öll verkefnin í Grand Theft Auto seríunni en læt þó alltaf ,,Hidden Items" og annað sull eiga sig. Og því fæ ég aldrei 100% klárun, en er þó búinn með leikinn í eigin augum :) Vona að þetta hafi skýrt þetta út fyrir þér.