Þótt myndin sé vissulega lauslega byggð á sönnum, sögufrægum atburðum þá skal forðast að taka efni hennar of alvarlega. Sögunni hefur verið breytt, talsvert, til þess að gera þetta fyrst og fremst að hasarmiklu augnkonfekti, frekar en sögulega réttri kvikmynd. Myndi lætur Spartverja líta út eins og hinar mestu hetjur á meðan Persar eru lítið annað en illar skepnur sem eiga fátt annað skilið en dauða. Þeir sem kunna þó eitthvað í sögu vita að svona var þessu alls ekki háttað. Staðreynd, ekki...