Mér finnst mikilvægt að hafa hlífðarfilter, getur alltaf eitthvað gerst og þá er nú mikill peningur tapaður ef linsan skemmist. Þegar keyptur er t.d. svona UV filter þarf að passa að hann sér multi-coated, þ.e.a.s. með mörg lög af húð í staðinn fyrir bara eitt sem ódýrari filterar eru á. Það er betra að eyða aðeins meiri pening í því filterinn er jú alltaf á vélinni og því ekki gott ef hann hefur neikvæð áhrif á hverja einustu mynd sem tekin er. Og já, ég hef minn UV filter alltaf á vélinni....