Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TestType
TestType Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
442 stig

Re: Heyrnatól

í Græjur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Grado eru frábær heyrnatól en því miður alveg rosalega óþægileg. Myndi mæla með að kaupa frekar SR-80 heldur en SR-60 þar sem að munurinn á hljómi er rosalegur. Ekki jafnmikill munur á t.d. SR-125 og SR-80 og því eru SR-80 svona mesta ‘bang for the buck’ eins og þeir segja í Ameríku ;) Annars keypti ég mér á endanum Sennheiser HD-590 og það er verulega góður hljómur í þeim auk þess sem þetta eru eflaust þægilegustu heyrnatól sem ég hef prófað. Stefni þó að því að fá mér HD-600 einhvern tíman líka.

Re: AniMA (félag í mótun)

í Anime og manga fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mín var ánægjan, vona bara að þetta gangi vel hjá ykkur. Annars á ég ekki heima á Akureyri þannig að ég verð bara að heyra hvernig þetta gengur hjá fólki á #anime.is á ircinu.

Re: AniMA (félag í mótun)

í Anime og manga fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þetta virðist vera frekar lokað samfélag… Nú eru ekki allir sem kaupa sér anime eða ná sér í fansubs og þið ætlið algjörlega að meina þeim inngöngu í klúbbinn vegna þess að það hefur ekkert fram að færa? Ekki skemmtilegt fyrir þá sem hafa áhuga á þessu en vita kannski ekki neitt um fan-sub senuna og eru kannski ekki nógu hardcore til að kaupa sér eitthvað. Það sem ég á við er að þið viljið greinilega enga ‘noobs’ inn í þetta samfélag, sem gætu reynst fatal mistök fyrir líftíma klúbbsins. En...

Re: Fanboys

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Amen to that jonkorn..

Re: The Wind Waker: Tingle Tuner

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég segi 1 stk mail til vefstjóra! Svona framferði gengur ekki.

Re: Nintendo ætla að eyða $6 milljörðum til að breyta ímynd sinni

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ekkert nema gott um þetta að segja.

Re: Tatú

í Fræga fólkið fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Meira bullið er í mörgum hérna. Það er nákvæmlega ekkert að því að frægt fólk taki þátt í Eurovision ef það vill gera það á annað borð. Það er óhæft að mismuna keppendum eftir því hversu ‘þekktir’ þeir eru. Öll mismunun er að sjálfsögðu ólögmæt, það getur hver sem er sagt sér. Ef Björk og Emilíana Torrini myndu vilja vera með væri það líka bara hið fínasta mál, en ég leyfi mér að efast um að þær hafi nokkurn áhuga á því.

Re: Skjávarp

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Treystu mér, þetta er <b>ekki</b> einhver halogen pera. Þetta eru <b>verulega</b> dýrar perur sem eru framleiddar í litlu upplagi. Þær innihalda dýrar gastegundir sem er sett inn í þær undir miklum þrýstingi. Þú getur ekki bara sett einhverja peru í þetta og haldið að hún sé nógu sterk og þoli þann gífurlega hita og álag sem þessar perur eru undir. Það er sama hvaða skjávarpa þú kaupir, þú munt þurfa borga 50.000 krónur lágmark fyrir nýja peru í hann, það er köld staðreynd.

Re: PlayStation Portable (PSP)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Það er svo mikið af rugli í þessum texta þínum að ég nenni ekki skrifa svar við þessu því það yrði heil ritgerð. Þú virðist vera nokkuð illa áttaður á því sem þú ert að segja og ég verð að segja að það er ansi mikið af “bröndurum” og “djókum” í þessari grein sem ég get ekki séð hvernig nokkur maður hefði getað fattað. Mikið af orðum sem þú ‘gleymdir’ að skrifa inn í og ætlast til að maður fatti hvað þú meinar. Sting upp á að þú lesir þennan texta þinn yfir aftur, þú hlýtur að sjá hvað þetta...

Re: 3DO fer á hausinn

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Army Men leikirnir eru eitt mesta sorp allra tíma.

Re: Technics spilararnir mínir...

í Græjur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Vil vekja athygli þína á því Hlynzi að DJ plötuspilara eru ekki bara til þess að ‘scratcha’ og það er meira á bakvið að vera plötusnúður en að scratcha. Fólk kaupir ekki Sl-1210 vegna þess að það sé svo gott að scratcha á honum. Mig hefur lengi langað í tvo svona spilara en aldrei myndi ég nota þá til að scratcha því það er ekki þannig tónlist sem ég myndi nota þá í að spila.

Re: Ferðageislasp.

í Græjur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Einkunnir, ekki einkannir…

Re: tölvuhátalarar

í Græjur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Allar hátalarasnúrurnar eru keyrðar í gegnum bassaboxið geri ég ráð fyrir en það eru líklega tvær mini-jack snúrur sem tengja þarf í hljóðkortið. Ef það er tilfellið verðurðu að sjálfsögðu að kaupa þér nýtt hljóðkort, ekkert tengi eða millistykki mun redda þessu.

Re: PlayStation Portable (PSP)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Jæja, hvar á ég að byrja….? Diskurinn virðist bara vera af sömu stærð og GC diskur og hefði verið nærtækara að líkja við hann. MPEG4 er alls ekki það sem er notað í encod-un fyrir DVD diska. MPEG4 er þjöppunarstaðall sem fyrst kom fram í DivX og er eingöngu notaður eins og er til að þjappa efni mun meira en DVD diskar innihalda. DVD diskar eru encode-aðir í MPEG2 formati. Auk þess segir MPEG4 afspilunarmöguleiki nákvæmlega ekkert til um myndgæði vélarinnar. Miðað við að mann sem hefur hljóð...

Re: Matrix: Revolution

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Wtf, af hverju er þetta á kvikmyndagerðaráhugamálinu?? Og hver samþykkti þetta?? Þetta er korkaefni í besta falli! Hefði betur farið inn á háhraða til að biðja um trailerinn frekar en þessar tilgangslausar ályktanir ‘greinar’höfunds. Svo heitir hún Revolutions en ekki Revolution.

Re: Sony kynnir PSX

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Lítur spennandi út! Ég sé að RoyalFool hefur sett sitt alræmda trademark á myndirnar af gripnum ;)

Re: Grand Theft Auto Leikirnir frægu á Playstation 2

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
“….sem maður vill í lifandi, andandi borg.” Andandi borg?? Hljómar eins og þýtt úr ensku, hmmm…. Mjög klúðurslegt á íslensku og það sér hvert mannsbarn að þetta er ensk setning. Bara spurning hvaðan hún kemur þessi setning, úr þínu (enska?) hugarfylgsni eða annarsstaðar frá.

Re: ZOA

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Bara í hvaða búð sem selur PS2 leiki býst ég við. Annars veit ég fyrir víst að Skífan og BT selja leiki í Platinum línunni. Sá einmit ZOE í Platinum umbúðum í BT á 3000 eða 3500 fyrir ca. ári síðan.

Re: ZOA

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Nei, en þú ættir að geta fengið hann á 3000 eða 3500 krónur í Platinum línunni (eða hvað sem það heitir) fyrir PS2. Platinum línan eru gamlir leikir endurútgefnir á lægra verð. Zone of the Enders er fáanleg í því, hef séð hann.

Re: Digital myndavélar

í Ljósmyndun fyrir 21 árum, 5 mánuðum
pray…. þú ert algjör illi. Það eru auðvitað til fully manual digital vélar, meira að segja fáranlega góðar, flottar og dýrar digital SLR vélar. Flestir atvinnuljósmyndarar í dag eiga og nota digital SLR og margir nota þær nánast eingöngu. RaggiS, þú ert hálfu verri, á öllum myndavélum nema þeim með útskiptanlegar linsur geturðu ekki fókusað á hluti nær þér en 1 metra. Á digital hinsvegar geturðu stillt á macro-focus til þess að fókusa og sumar geta verið jafnvel 1 cm frá myndefninu í...

Re: ZOA

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Áttu ekki við Z.O.E.?

Re: Klám er og er ekki bannað á Íslandi

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
nologo…. “svo lengi sem engin er niðurlægður”?? Þetta er vandamálið í hnotskurn, mörgum finnst klám og sjálfsagðir hlutir í klámi mjög niðurlægjandi, þó að þér og mér finnist það kannski ekki. Það er verulega persónubundið hvað fólki finnst vera niðurlægjandi og hvað ekki þannig að ætla að nota þetta fyrir sér í þessu er vita gagnslaust. Ég vil þó taka það fram að ég er á engan hátt á móti klámi.

Re: Zelda online?

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Very interesting indeed…

Re: Tollurinn can kiss my ass, gently

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Til hamingju með eintakið! Gott að vita að þessi hafi sloppið framhjá tollinum en leiðinlegt að hann skuli ekki vera anamorphic. Hlakka til að fá minn, býst við honum eftir minna en 4 vikur núna! :)

Re: Skjávarp

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það er margt annað sem kemur inn í en bara lumens. Contrast er einn stærsti factorinn fyrir utan lumens. Skjávarpar sem notaðir eru til að horfa myndir og annað eru yfirleitt með mun minna lumens og contrast en business skjávarparnir því þeir eru með boost-aðar grænu litarásirnar til að láta það virðast sem að þeir hafi meira contrast og lumens, sem virkar ekki með venjulegum varpa. Og þó svo að hann sé með háa lumens tölu þá <b>þarftu</b> að vera með 100% light-controlled herbergi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok