Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TestType
TestType Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
442 stig

Re: GBA

í Leikjatölvur fyrir 21 árum
Þetta var sent inn sem grein… :o Eitthvað seinn þessi.

Re: Vandræði með 9800Pro

í Vélbúnaður fyrir 21 árum
Hver reynir að setja skjáinn sinn í 60hz refresh? 60hz er lægsta horizontal refresh rate-ið sem skjárinn mögulega kemst í. Held frekar að menn reyni að skipta í 85 eða 100hz, 60hz ætti ekki að vera vandamál.

Re: Passið ykkur á Indy

í Kvikmyndir fyrir 21 árum
Var búinn að komast að þessu líka. Mun því líklega ekki kaupa R2 útgáfuna þó ég hafi mikið viljað fá íslenskan texta á myndirnar. Reyndar gæti verið að við fáum einhverja sérstaka Norðurlanda útgáfu eða eitthvað sem gæti verið óklippt, en þangað til úr því verður skorið mun R2 útgáfan vera neðst á listanum hjá mér og R4 útgáfan efst.

Re: Shenmue III cancelled

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Stealth release segirðu…. Getur ekki verið að þér finnist það vegna þess að Shenmue II kom einungis út í Japan og Evrópu en aldrei í USA? Kom svo síðar út á XBOX í fyrsta skipti í Bandaríkjunum.

Re: Breytingar á mannshuganum

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Mjög skemmtilegar pælingar hjá þér jonkorn. Er í sama fari og þú sjálfur þó ég hafi ekki verið búinn að kryfja þetta til mergjar eins og þú. Leita oftast við að finna þessa gömlu ‘töfra’, þessa tilfinningu sem ég fékk við að spila leiki þegar ég var yngri og þetta fæ ég að litlu leiti aðallega í Nintendo leikjum. Vissulega hef ég gaman af ofbeldisleikjum en ‘töfrarnir’ gera yfirleitt ekki vart við sig í svoleiðis leikjum. Mun seint gleyma allra síðasta leiknum sem hélt mér svona hugföngnum,...

Re: Kúlukeðjur

í Hugi fyrir 21 árum, 1 mánuði
Skil þig, fyrirgefðu framhleypnina í mér. Ég bið þig afsökunar og tek þig úr FM-hnakka bókinni minni :)

Re: Kúlukeðjur

í Hugi fyrir 21 árum, 1 mánuði
Guð minn góður hvað þetta er ljótt. Þér getur ekki verið alvara um að ganga með svona viðbjóð um hálsinn á þér? Eitthvert það ljótasta trademark FM hnakkanna eru þessar forljótu kúluhálsfestar. Fáðu þér perlufesti í staðinn!

Re: Hvaða tölvu á að kaupa?

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Slatta af barnaleikjum? Það eru til margfalt fleiri barnaleikir á PS2 en GameCube, get alveg lofað ykkur því.

Re: Nú er mér nóg boðið!

í Anime og manga fyrir 21 árum, 1 mánuði
Djöfull fer þetta í taugarnar á mér. Stóð líka “manga-mynd” í öllum blöðum í kringum Matrix og Matrix anime-ið. Gjörsamlega óþolandi. Og nafnið á þessu áhugamáli er ekki að hjálpa. Hefur pirrað mig frá því það var stofnað.

Re: Final Fantasy Crystal chronicals

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Forrit?? Vissulega eru leikir forrit (e. software) en samt held ég að enginn myndi með góðri samvisku kalla þá forrit.

Re: Nýr Zelda Bonus Disc

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Jú þokkalega, popp og kók.

Re: Þetta er fyrir Nintendo á íslandi!!

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Já, enskan er greinilega ekki þín sterka hlið en gott og vel. Annars er Nintendo skítsama um Evrópu og þeim gæti ekki verið meira sama um stöðu sína á Íslandi. Held þeim væri nokk sama þótt GameCube fengist ekki einu sinn hérna. Er mikill Nintendo maður sjálfur og finnst mjög ömurlegt hvernig Nintendo fer með Evrópu. Evrópa er bara ekki einu sinni factor í þeirra viðskiptaáætlum. Á Ameríska GameCube og því kvarta ég ekki alveg jafn mikið og hinir en ég sé það að ég mun líklegast aldrei kaupa...

Re: Tölvuvirkni

í Vélbúnaður fyrir 21 árum, 1 mánuði
Tölvuvirkni lengi lifi! Þjónustan hjá þeim er í alla staði frábær.

Re: G5 leiðangurinn minn

í Apple fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég skal segja þér það að Office 1 skyldi sleppa því að segja að 3 framleiðendur hefðu aðeins fengið A einkunn var minnsti skandallinn við þessa auglýsingaferð þeirra. Þessi Toshiba tölva sem fær A einkunn er ekki selda af Office 1 eða neinsstaðar annarsstaðar í Evrópu. Trúðu mér, ég leitaði. Þetta er Centrino vél sem fékk verðlaun og aðeins þessi eina vél frá Toshiba. Engin Centrino vél frá Toshiba fæst hér á landi þannig að þetta var mjög villandi auglýsing. Ömurlegir svona falskir auglýsingahættir.

Re: The Matrix Reloaded-Widescreen

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Fróðleg og góð grein hjá þér Kursk. Gaman að sjá að þessi ömurlegu snapper hylki séu að enda lífskeið sitt. Orð fá ekki lýst hversu mikið ég hata þessi hylki.

Re: "Manga myndir"

í Anime og manga fyrir 21 árum, 1 mánuði
Sammála, þessi manga mynda vitleysa er verulega pirrandi. Dauði yfir Manga Ent. fyrir að troða þessu í hausinn á fólki um alla eilífð.

Re: Áhugamál - Halo

í Hugi fyrir 21 árum, 1 mánuði
ÉG er ekkert að bera hann saman við leiki frá 2003. Hef ekki spilað einn einasta FPS leik í allavega eitt ár. Það sem ég er að miða Halo við er Half-Life og hingað til kemst hann hvergi nálægt honum einu sinni. Og það er leikur frá 1997. Mér finnst líka þeir gera eitt af mistökunum í Half-Life allt of snemma í Halo, fara með spilarann í einhver hundleiðinleg geimveru-umhverfi sem eru hver öðru líkari. Þegar maður var kominn í þessa drepleiðinlegu alien dimension í Half-Life þar hætti ég að...

Re: Áhugamál - Halo

í Hugi fyrir 21 árum, 1 mánuði
Leikja áhugamálin eru alveg nóg fyrir umræðu um Halo, sem hefur varla verið til. Svo verð ég að segja að fyrir mína parta finnst mér Halo ekki þessi magnaði leikur sem manni hefur verið talið trú um. Hóf að spila hann fyrir nokkru á XBOX og mér finnst hann vera frekar slappur, hef þurft að pína mig í gegnum nánast öll borðin hingað til. Eina sem hann hefur eru farartæki til að ferðast um á, allt hitt eru eintóm leiðindi. Svo segir fólk að hann versni þegar líður á leikinn, þá er ekki von á...

Re: Mario Kart: Double Dash!!

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég veit, just teasing you :)

Re: Mario Kart: Double Dash!!

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hmmm…. jonkorn, Bandaríkjamenn og aðrir sem kaupa bandaríska leiki.. ;) Líst vel á þennan demo disk.

Re: BT & X-Box

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Farðu í BT og fáðu almennilega snúru. Þeim ber skylda til að gera það. Þetta er ónothæf vara með þessari kló og því algjört klúður af þeirra hálfu. Ættu í rauninni að gefa þér skaðabætur fyrir tíma- og bensínkostnað en þeir gera það pottþétt ekki.

Re: GBAsp

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Vil benda þér á að það er sölukorkur undir svona lagað, ekki nema þú sért e.t.v. bara að biðja fólk álits og ekki að selja hana hér. Annars ætti það í rauninni heima á sölukorknum samt.

Re: 21" Skjár

í Vélbúnaður fyrir 21 árum, 1 mánuði
Finnst nú lágmark að þú segir manni módelnúmer og framleiðanda á þessum skjá. Einnig finnst mér lágmark að segja til um hámarks upplausnir og refresh rates, en það er svo sem hægt að komast að því svo lengi sem maður hefur <b>módelnúmerið</b> Myndi ekki kaupa mér bara einhvern skjá út í loftið.

Re: Alien 1-4 á dvd

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Alien og Aliens eru einir af gullmolum kvikmyndasögunnar. Alien 3 er bara hreint og beint léleg mynd, Alien or otherwize. Alien Resurrection fannst mér vera mjög fín, fann ekkert að henni. Vissulega er hún ekkert á við fyrstu tvær en fín mynd engu að síður. Það sem gerir mig svona rosalega spenntan meðal annars er þetta nýja cut á Alien 3. Bind miklar vonir við að mér finnist myndin betri í þessari lengri útgáfu.

Re: Hvað kostar?

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nei, þú færð að sjálfsögðu engann magnafslátt þó þú kaupir þrjá leiki saman. Ertu vanur því? :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok