Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TestType
TestType Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
442 stig

Re: Viðtal við pródúsent Alien Kassans

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Upplýsandi og skemmtilegt viðtal. Kærar þakkir fyrir linkinn! :)

Re: Gamecube mótið

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hmmm… Ég veit að Sony publisha einhverja leiki, en ég hélt að þeir developuðu aldrei. Og þó þeir publishuðu, þá er það varla 2nd party fyrir það. Eða hvað? Ekki alveg klár hvar þessi 2nd party fyrirtæki liggja. En 1st og 2nd party Sony leikir, hefurðu eitthvað máli þínu til stuðnings.

Re: Gamecube mótið

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Veit ekkert um það sjálfur en ég leyfir mér að stórefast um að það verði einhverjir 3rd party leikir á svona móti. Finnst það hálfpartinn ganga gegn tilgangi svona móts, sérstaklega á Nintendo tölvu. Væri allt í lagi á PS2 móti, enda allir leikir á PS2 3rd party. Annars hefði alveg nægt að spyrja í þræðinum á undan um þetta í stað þess að búa til alveg nýjan þráð fyrir þessa spurningu.

Re: Meiri kímni

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hehe, finnst nú aðallega fyndið að GameCube tölvunni, psycho bastard…..

Re: Hvaða leik á ég að kaupa?

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Af hverju ferðu ekki á einhverja síðu og lest reviews um leiki áður en þú kaupir? Virkar oftast betur heldur en að spyrja bara eitthvað fólk hvort leikir séu góðir. Leikjadómar ættu líka að geta svarað spurningum þínum um lengd leiksins.

Re: DVD valmöguleiki XBOX

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hvernig færðu það út? Er eitthvað licencing fee sem þarf að borga fyrir DVD playback enabled tæki eða?

Re: DVD valmöguleiki XBOX

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Já, það er rétt. Microsoft eru svo ómerkilegir að neyða mann til að blæða fyrir þessari fjarstýringu til þess að geta spilað <b>kvikmyndir</b> af DVD diskum. DVD drifið virkar alveg fyrir leikina enda eru þeir á DVD diskum (þú nefndir að DVD drifið gagnist ekki neitt, sem er ekki rétt). Þú getur hinsvegar líka fengið þér mod-kubb í xbox-ið og þannig komist framhjá Microsoft læsingunni. Þarft enga fjarstýringu til að spila DVD myndir með moddað xbox. Mæli með að þú kaupir fjarstýringuna bara...

Re: Hugi.is back in the future

í Tilveran fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Góður punktur Whistler :)

Re: Veldu nú þann sem að þér þykir bestur 2

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hefði mjög gaman af því að sjá og taka þátt í svona könnun, hafði gaman af könnuninni síðustu jól. Hefði að sama skapi ekki gaman af því að lesa greinarsvör sem fylgdu ef þau verða eitthvað í líkingu við viðbrögð síðustu könnunar. Myndi þó fagna svona könnun og sleppa því að lesa og svara greinarsvörum þegar umræðan væri komin komin út í vitleysu og brotist út console war. Enda nenni ég yfirleitt aldrei að lesa þessar console war greinar sem sendar eru hingað inn með reglulegu millibili....

Re: Laputa: Castle in the Sky

í Anime og manga fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Frábær mynd en langsamlega síst af þeim myndum sem ég hef séð eftir Miyazaki (hef séð allar fyrir utan Kiki og Nausicaa). Fannst hún vera alltof langdregin.

Re: Einn reyndasti tölvukvikari heims með fyrirlestur

í Kvikmyndagerð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Verulega áhugavert, en ekki fyrir 4000 kall. Myndi meira að segja hugsa um mig um tvisvar áður en ég pungaði út 1000 kalli í eitthvað svona, sérstaklega þegar maður er að borga morðfjár í jólagjafir á sama tíma.

Re: Rare

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Nú, Mér fannst þessi leikur einmitt vera að fá svo slappa dóma. Ekki nema fjórir dómar á Gamerankings.com yfir 90%, nokkuð fleiri í 80 prósentunum en meirihlutinn í 70% og ennþá lægra. Dáldil vonbrigði miðað við fyrri leiki og hversu bitrir Nintendo aðdáandur urðu þegar Rare fór til Microsoft.

Re: Gamecube leikirnir mínir

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Magnih, þér er hreinlega ekki viðbjargandi. Mæli með að þú lesir yfir aftur það sem ég sagði í stað þess að leggja mér orð í munn í sífellu. Þér tekst allavega að misskilja og/eða snúa út úr öllu sem ég skrifa hérna. Hafðu það í huga að ég hef ekki gagnrýnt þig neitt hingað til fyrren núna svo ég tek til baka ummæli mín um gagnrýni sem ég sagði áður. Það voru einfaldlega leiðréttingar. Annars ætla ég ekki að hafa fleiri orð um þetta annað en að mannleg samskipti eða hreinlega skilningur á...

Re: Gamecube leikirnir mínir

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Magnih, ég skil ekkert hvert þú ert að fara með þetta. Ég gerði athugasemdir við tvær staðreyndavillur og henti smá gaman að þessu klappi á bakið á jonkorn. Það var allt í góðu gert af minni hálfu enda hélt ég að broskallinn hefði verið meira en nóg til að undirstrika það. Nú ert þú eitthvað að röfla um að ég sé að skíta á greinina þína og segja að hún hefði ekki átt að vera samþykkt og ég sé búinn að eyðileggja umræðuna í kjölfarið. Ég hreinlega sé ekki hvernig þú færð þetta út.

Re: Gamecube leikirnir mínir

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Crap, fattaði ekki að systir mín væri skráð inn á huga.is á þessari tölvu…. Commentið frá ‘minny’ er semsagt eftir mig.

Re: Gamecube leikirnir mínir

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Super Mario Sunshine fjallaði ekki um að bjarga prinsessunni. Hann fjallaði um það að Mario varð að hreinsa nafn sitt því gaukur sem leit út eins og hann var búinn að drulla út allann bæinn auk þess sem hann skrifaði alltaf ‘M’ á handbragð sitt. Reyndar tekur imposter-Mario-inn prinsessuna einu sinni og hleypur með hana, en það varði bara í 5 mínútur eða svo, töluvert styttra en heildarlengd leiksins….. Önnur leiðrétting um SMS, “pabbi prinsessunar” sést ekki í leiknum eins þú heldur fram....

Re: viewtifull joe

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Carnage, dragðu hausinn upp úr ræsinu næst áður en þú talar.

Re: AVP trailer

í Háhraði fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hef ekki séð hann enþá sjálfur. En hvað með það þó það sé ekkert í honum? Venjulega er ekki rassgat í þessum teaser-um. T3 teaser-inn kom hérna inn þó það hafi ekki verið baun í bala í honum nema CG T3 logo og nákvæmlega ekkert annað. Getur samt verið spennandi fyrir áhugasama að sjá.

Re: GameCube mót

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Uss, ekki alveg nógu góð tímasetning fyrir marga eflaust. Ég verð einmitt með sveittan skallann við að læra fyrir próf á þessum degi svo ég get því miður ekki hitt alla hina huga leikjatölvufíklana í persónu og sparkað í rassinn á þeim í einhverjum góðum leik. Bind bara vonir við að þetta gangi vel engu að síður og að það verði grundvöllur fyrir annað svona mót. Mjög gott framtak þetta hjá jonkorn, ég gef honum stórt klapp á bakið :)

Re: Mario golf

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hann kom reyndar út 28. júlí í USA. Nintendo-europe segja hann koma út Q1 2004. Annars get ég sagt ykkur að hann er stórskemmtilegur. Búinn að spila hann dáldið mikið síðustu viku og fundist mjög gaman af honum. Líka góður í multiplayer.

Re: viewtifull joe

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ætla ekki að leiðrétta stafsetninguna þína en langar að leiðrétta tvö atriði um leikinn. Fyrsta, eins og áður hefur komið fram heitir leikurinn Viewtiful Joe en ekki Viewtifull Joe. Annað, ekkert í Viewtiful Joe getur talist til manga/anime myndasögu/teiknimynda-stíl. Annars finnst mér leikurinn mjög góður og vel þess virði sem ég borgaði fyrir hann en ég myndi hika aðeins við að mæla með honum á 6000 kr. Var heldur ekki alveg nógu sáttur við endurvinnsluna í seinni borðunum, sérstaklega...

Re: ign.com - þinn eigin leikjalisti :D

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Bandaríkjamaður sem ég þekki í USA sem útvegaði hann fyrir mig, hann keypti nokkra diska af búð á $10 stykkið. Ef allt gengur vel tekst honum líka að fá fyrir mig Zelda bónus diskinn í gegnum registration dótið, fingers crossed! Fæ líka bónus diskinn með Double Dash (svona til kóróna þetta smartarse mont ;) en verð þó að bíða eftir leiknum lengur en þið. Ætla reyndar ekkert að spila hann fyrren ég klára prófin 19. des, annars gætu slæmir hlutir gerst :þ

Re: Arrrggg

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Mér finnst Mario Golf alveg frábær! Virkilega ávanabindandi leikur. Hef nú aldrei verið áhugamaður um golf eða bara íþróttir yfirleitt en mér finnst þessi leikur samt stórskemmtilegur. Kann loksins reglurnar í golfi :) Hef þó aldrei spilað Mario Golf leik áður svo ég get ekki sagt hvernig hann er í samanburði við aðra í seríunni, en persónulega finn ég nánast enga galla á þessum. Nintendo áætla að hann komi Q1 2004 í Evrópu.

Re: ign.com - þinn eigin leikjalisti :D

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Og já, þú átt andskoti <b>massíft</b> leikjasafn! WOW!

Re: ign.com - þinn eigin leikjalisti :D

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Já, mér finnst þetta líka nokkuð skemmtilegur fídus á IGN.com. Gaman að setja safnið sitt inn :) Hér er svo <a href="http://users.ign.com/collection/Shinbo_Suzuhara">safnið mitt</a>. Ekkert gríðarstórt kannski en nokkuð gott miðað við að ég keypti alla þessa leiki á þessu ári og hver einasti af þeim var keyptur glænýr. Svo hef ég ekki sett inn mitt stóra PC leikja safna né alla gömlu Game Boy leikina mína en ég vildi halda þessu sem hreinum lista yfir console leikina mína (fyrir utan GB...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok