Ibanez og Washburn bassarnir eru mjög góðir fyrir verðið. Hinsvegar þoli ég ekki Squier. Mér finnst þeir vera bara lélegri en það sem þú ert að borga fyrir. En svo er Tradition og þeir eru furðulega góðir fyrir verðið. Ég hef einmitt nokkrum sinnum prufað að spila á þannig bassa og fannst þeir vera á við 50-60 þúsund króna bassa frá Yamaha eða öðru góðu merki.