Ókei, ég vil ekkert vera með of mikið bögg útí þessa þætti því flestir vinir mínir fíla þá líka en ég bara næ því ekki. Mér finnst þeir í fyrsta lagi illa leiknir, aðalleikararnir eru alltof tilgerarlegir, Burrows bræðurnir þar fremstir, og svo er þetta svo útþynt og óraunverulegt allt bara, nenni ekki að hafa fleiri orð um þetta. Þið sem ætluðuð nú að koma með eitthvað skítkast, slappiði bara af og farið að horfa á spólu.