Það er nefnilega hægt að leika þessar íþróttir á miklu grófara undirlagi en t.d. fótbolta, sem er hentugt því við búum náttúrulega á Íslandi. Spurningin er bara hvort það sé nógu mikill áhugi. Mér finnst magnað að við séum með fullt af bardagaíþróttum og sundknattleik en ekki þetta, svona miðað við hvað rúbbí er vinsælt á heimsvísu og í nágrannalöndum okkar.