ég veit nú voða lítið um þetta nema að menn sem hafa vit á bardagalistum inná þessu spjalli hafa drullað mikið yfir þetta þannig að ég hef ekkert kynnt mér þetta. Þetta lúkkar nú ekkert hræðilega í þessu videoi, samt var þetta náttúrulega sýning, veit ekki hvort það sé hægt að keppa í þessu. Er þetta ekki bara svona her “close-up combat” tækni. Veit t.d. að í frönsku útlendingahersveitinni og fleiri herum er blanda af júdói og fullt af öðru kennt ásamt tæknum sem tengjast hnífum.