Ég er brjóstmylkingur dauðans, brennivín ég drekk. Máttugur er himinn kvöldroðans þar sem ég sit einn á bekk. Heldra fólk í heilsubótargöngum lítur ræfilinn mig. Vökvinn heldur mér föngum og ég kalla á þig. Já, almáttugur Guð, hví skópstu þennan mann Sem ráfar um ölvaður Með brostnar vonir sem hann ann. Hann var eitt sinn fullgildur maður. Nú er ég hér og hrópa þitt nafn Smáður af lífsins nautnum Samviskn svört sem hrafn Við endum ekki öll í sama grautnum. Nei, við endum ekki öll í sama...