Mér finnst vanta í uppeldi sumra krakka að þeir þakki fyrir sig. Ég er ekki að alhæfa, bara tala um það sem ég hef séð í dag. Ég fór í afmæli milli jóla og nýárs. Það var 8 ára frænka mín sem átti afmæli. Ég sagði til hamingju, en hún tók bara pakkann án þess að segja takk, opnaði hann labbandi á leiðinni til mömmu sinnar og lét hana fá það sem í honum var og labbaði svo burt. Ég var stórhneyksluð og hef misst áhuga á að gefa henni gjafir. Ég á frænku sem var ættleidd 5 ára frá landi...