Nei auðvitað á fólk að svara þráðum og spurningum almennilega eða bara sleppa því. En mér finnst við öll, sem skrifum greinar eða þræði, verða að skrifa almennilega(ég skil vel að sumir eru með lesblindu og sumir ekki íslendingar og eru ennþá að læra málið okkar. Sem og einstakar hraðvillur ;D ) En við, sem eigum að teljast eldri og reyndari, verðum líka að leggja mikla áherslu á að fólk skrifi góða íslensku. Hvernig verður þetta annars eftir nokkur ár? Styttingar og asnaleg breyting á...