Ég mæli með Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég valdi hann og ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Maður er með mismunandi fólki í tímum og kynnist miklu fleira fólki heldur en í bekkjarkerfi og ekki endilega bara fólki sem er á sama ári og þú. Líka velur maður sjálfur hvaða áfanga maður tekur á hverju ári og úrvalið er alls ekki slæmt. Svo eru kennararnir mjög skemmtilegir líka. Það er helling af svölum ráðum og félögum í nemendafélaginu sem sjá um alls konar atburði og blöð.