Ég er hjartanlega sammála þér :) Ég fór þarna voða bjartur, búið að lofa góðu færi á síðu þeirra og gegnum þennann blessaða síma. Þegar ég kom var fínt veður, smá kuldi en ekkert til að falla í grát fyrir. Ég fór og leigði mér bretti. Bað um regular, skónr. 46 og bretti cirka 1.50cm :) Kom út og renndi mér niður brekkuna hjá reipinu og náði engri stjórn á brettinu. Ég skildi ekkert hvað væri að(Enda er ég enginn pro.) Og fór aftur upp með reipinu og fór að tala við drengina í brettaleigunni....