Ég skal segja þér að ég hata hvorki Bandaríkjamenn, Gyðinga, Íraka né neina aðra. Ég þekki bandaríska gyðinga sem eru mjög fínt fólk. Ég er hins vegar á móti stjórnvöldum í Bandaríkjunum og Ísrael. Ef þú hefur lesið eitthvað í mannkynssögu, sem ég efa ekki, þá finnst mér skrítið ef þú getur sagt með góðri samvisku: “Ég er hlynntur Bush og Rumsfeld og ég tel að Bandaríkjastjórnir undanfarinna áratuga og Evrópustjórnir síðustu alda beri enga ábyrgð á ástandinu í Mið-Austurlöndum.”