Staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness, sem tók tillit til þess við mat á refsingu, að Ramsay hafði ekki ásetning til þess að vinna slíkt tjón sem raun varð og afleiðingar hnefahöggsins urðu mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til. Ramsay var einnig dæmdur til að greiða foreldrum mannsins, sem hann sló, samtals 1560 þúsund íslenskar krónur og tæpar 65 þúsund danskar krónur í bætur. Einnig þarf hann að greiða sakarkostnað, 1,1 milljón króna. Hæstiréttur segir síðan, að ákærði hafi...