Mér dettur bara í hug Kinman pickuppa sem eru svona Fender ‘'replacement’' pickuppar. Síðast þegar ég vissi var Rín að selja svona. Svo er líka hljóðfærahúsið alltaf með einhverja pickuppa.
Fínt lagið þarna ‘'sweet voice’' , myndi nú samt ekki ganga svo langt að setja jazz í influence. Það virðist vera rosalega vinsælt hjá rokk/blús böndum að setja jazz sem influence. Mjög gott stuff samt.
Mjög flottur Tele. Samt eitthvað svo skrítið að horfa á lefty gítar, óþægilegt. Þurfti meira að segja að hætta að horfa á myndand af gaur að spila á lefty gítar því mér fannst svo óþægilegt að horfa á gítarinn.
Allir fender tweed, allavega í blúsinn. Ég mæli með ‘59 Bassman og ’57 Twin amp, en þeir eru á bilinu 170þús til 200þús, þannig ef þú ert að leita að aðeins ódýrara þá mæli ég með blues deville og blues deluxe sem eru kringum 100þús kallinn.
Mig rámar eitthvað í fender bronco nafnið, en ég hef aldrei séð hann. Er þetta kannski gítar sem var svona ‘'early mustang’'? Því body-ið finnst mér vera alveg eins og mustang, eini útlitsmunirinn er kannski að mustang hefur tvo pickuppa.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..