Þetta var svakalega þétt. Sumir blásarar voru náttúrulega betri en aðrir, aðallega vegna þess nokkrir voru fyrrum nemendur skólans og því lengra komnir. Rythma sectionið var mjög gott. Já, Sammi var að stýra þessu og setti saman alveg þrusugóða efnisskrá. Spiluð var tónlist eftir m.a. Thad Jones, Sigurð Flosa og svo eitt Fönknúmer eftir Samma sjálfan. Það var bara stemning og fullt af áhorfendum.