ATH- Þessi frétt er tekin af mbl.is. “Athygli vakti á CeBIT-tæknisýningunni í Hannover að Microsoft, sem framleiðir Xbox-leikjatölvuna, kvartaði yfir Sony, framleiðanda PlayStation 2 leikjatölvunnar, vegna þess að Sony leyfði gestum á sýningunni að spila PS2 leiki á sínum sýningarbás. Microsoft var meðal nokkurra fyrirtækja sem hafa lagt fram kvörtun fyrir skipuleggjendur sýningarinnar, en óheimilt er að spila tölvuleiki á sýningarbásunum. Talsmaður CeBIT sagði í samtali við fréttavef BBC að...