Forráðamenn Liverpool staðfestu nú seinnipartinn í dag að félagið hafi gengið frá félagsskiptum Harry Kewell til liðsins frá Leeds United. Kewell gengur því til liðsins þrátt fyrir að svo hafi virst fyrr í vikunni sem snuðra hafi hlaupið á þráðinn. Kewell er talinn hafa skrifað undir fimm ára samning við félagið og er talinn fá 60 þúsund pund í vikulaun. Þar með er endi bundinn á sögusagnir um að Kewell sé á leið til Arsenal, Man Utd, Barcelona, Chelsea eða náttúrlega Liverpool