dag kepptu þrír íslenskir keppendur á EWE Athletics í Cuxhaven í Þýskalandi. Bestum árangri náði Þórey Edda þegar hún stökk 4,43m á stöng. Hún reyndi síðan við nýtt norðurlandamet, 4,53m en felldi þrisvar. Það var þýski meistarinn Yvonne Buschbaum sem vann með 4,63m en hún setti einmitt þýskt met á dögunum þegar hún stökk 4,70m. Í öðru sæti varð Monika Pyrek með 4,53m sem hún fór í 2. tilraun. Þess má geta að Elena Belyakova frá Rússlandi varð í 4. sæti með 4,43m en hún felldi oftar en...