Einmanaleikinn var að naga mig, ég sat við tölvuna, ljósið frá tölvuskjánum drap hverja heilaselluna á eftir annarri. Ég var búnað vera svona í allt sumar, og helmingurinn af því var búið, ég tók áhættuna, ég var búnað bíða nógu lengi. Ég fór út, klukkan 12, á laugardagskvöldi. Vanalega var ég farinn að sofa, ég reyndi að sofa, en ég gat það ekki, ég bara lá þarna, andvaka, en svo fór ég út. Ég labbaði niður götuna í átt að húsi sem ég hafði heyrt að væri partý. Er ég kom að dyrunum var mér...