Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

SpaceRat
SpaceRat Notandi frá fornöld 39 ára karlmaður
842 stig
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey

Skjálfti (0 álit)

í Quake og Doom fyrir 20 árum, 3 mánuðum
James Bond Quake2

Skjálfti (1 álit)

í Quake og Doom fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Já Sarge er dáldi steiktur gaur!

Skjálfti (0 álit)

í Quake og Doom fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Nokkrir gaurar úr Quake3!

Brandarar (0 álit)

í Húmor fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Greyið!

Brandarar (0 álit)

í Húmor fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Microsoft

Skjálfti (0 álit)

í Quake og Doom fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hver vill prufa quake í Dreamcast?

Myrkuraugun (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Neonlýsandi augun Stara á þig í myrkrinu Elta augu þín Hvert sem þú lítur Þegar þú kveikir ljósið Feida þau út Og líta út eins og hálfgegnsæ drulla En þegar þú slekkur á ný Og allt er orðið niðadimmt Þá stara þau sem áður Ég ráðlegg þér bara Að horfa ekki í ljósið Þegar þú lokar augunum

Taktu þér leynismók! (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ung dama hallar sér að auðu húsi Uppreisnarseggurinn getur ekki sagt móður sinni að hún reyki Hún spyr mig: Er reykingalykt af fingrum mínum? Tileinkað Hafdísi frænku (þó að hún sé ekkert skyld mér)

Íslendingur í andhverfu (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég er íslendingur og á að hugsa um hafið endaleysu þess og það sem er handan en ég þarf þess eigi því ég hef séð það allt á sjónvarpsskjánum Ég er íslendingur og á að hugsa um sjóinn hafið bláa hafið sem er grænt þökk sé mönnunum olíuborið og fastir fuglar ég heyrði talað um það í útvarpsþætti Ég er íslendingur og á að hugsa um marinn og bræluna, öldurnar sem gleypa salta sjóara reistir eru þeim minnismerki ég las það allt á dagblaðsgrein En ég er íslendingur og hugsa um himininn ferðast um...

Modernískt Kvatleysi (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Bjart er um morguninn Geislar sólarinnar brenna á mér andlitið Svíður í augun er ég opna þau Allt svo bjart Allt of bjart Rís úr rekkju Seilast í átt að rökkrinu Fá smá hvíld frá hitanum Halla mér að veggnum Og sest á gólfið Ég þarf að hvíla mig Eftir erfiðann svefninn Þótt lítill hafi verið Ég hvíli mig vakandi Og þreyti mig sofandi Öfug hringrás dagsins Orsökuð af tilbreytingarleysi atvinnuleysingjans Sjónvarpið hjálpar mér að hvílast Ég sest í sófann í stofunni Og legg augun á skjáinn...

Gróðurballet (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Næringarrætur leikur um moldardeigið, jarðefni er blómsins lifibrauð. Í blómakrónu situr kornalegið, rósin blómstrar eldsins rauð. Í moldarstóð eru ei rósarætur einar, yfir rósabeði rís holdgóður hlyn, greinar sínar til himins teygir, blómin hafa eignast vin. Sterkur er trjárins viður, fyrir gustum það rósir ver, en stormur við blasir, því miður og í hlyn, vin, hans burðarsin sker. Nú til jarðar fellur tröllvaxta tré, fellur með sér veikburða blóm, dregur með sé fegurðarfé, eftir verður...

Þegar framtíðin fer að skipta máli (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég er alls ekkert heimskur, ég bara veit meira en þið hin, ég veit að skólinn er ekki þess virði, því að framtíðin skiptir ekki máli, málið er að lifa hverja sekúndu sem líður, án eftirsjá, því þegar þú veist að hver sekúnda sem er liðin er þess virði, veistu hvernig þær næstu munu verða. En meðan aðrir sjá ekki það sem ég sé, þá fer mér að líða illa, því að ég vorkenni þeim öllum svo mikið, og þá fer framtíðin að skipta máli.

Er ég frjáls? (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Er ég frjáls ef að lögreglan handtekur mig fyrir óspektir á almannafæri, dansa nakinn niðr'í miðbæ? Er ég frjáls ef að eiginkonan mín skilur við mig út af óspektum á almannafæri, dansa nakinn niðr'í miðbæ? Er ég frjáls ef að ég missi álit vina minna, foreldra minna, barna minna út af óspektum á almannafæri, dansa nakinn niðr'í miðbæ? Er ég frjáls ef ég uppfylli þarfir mínar með óspektum á almannafæri, dansa nakinn niðr'í miðbæ og tapa öllu öðru?

Time (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
The old says to the young: “You know well that time is money, but you don't recognize how rich you are. You've got a lot of time left to spend, don't waste it!”

Líf með síma (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Síminn er mitt líf það er túlkarinn minn, segir hvað ég hugsa. Þegar ég er innistæðulaus þá er ég veikur. þegar síminn minn deyr þá dey ég. Ég skipti um síma á hverju ári og þá breytist líf mitt. Ég breyti um hringitón eftir skapi og front eftir líðan. Líf mitt hófst þegar ég var 13, þá fékk ég fyrsta símann. Það er nú slæmt mál þegar símafyrirtækin fara á hausinn

mannfjöldinn (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Mannfjöldinn umkringir mig kæfir mig lokar mig inní sjálfum mér Ég ligg einsamall undir sænginni og læt mig dreyma um að vera umkringdur vinum sem mér finnst svo erfitt að eignast þeir eru einhvers staðar þarna í mannfjöldanum sem umkringir mig

Einstakt blóm (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég vex Og ég vex Í áttinu að himninum Hef nóg vatn Og næga sól Og ég vex Ég stend upp úr blómabeðinu, Fallegt Einstakt Það kemur einhver kona Í rauðum kjól Með skrítinn hatt Hún beygir sig í áttina til mín “en hvað þetta er fallegt blóm, það á eftir að príða sig vel í stofunni” Konan rífur mig upp Slítur mig Meiðir mig Drepur mig Og setur mig í pott

Útsala (0 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ó, hausinn á mér! Hvar er ég? Kringlan? Stjörnutorg? Hvernig komst ég hingað? Hvað gerðist í gær? Þetta er örugglega þetta helvíti sem Nonni lét mig fá, helvítis óþverri, bæði hann og drykkirnir sem hann sullar. En ojæja, þetta er líklega bara mér sjálfum að kenna, ég þarf líklega að fara í meðferð aftur. Það er svo sem ekki svo slæmt, stelpan sem annast mig alltaf er helvíti falleg, hvað heitir hún aftur, Guðrún?… Guðríður?… Guð- einhvað. Hvað ætli klukkan sé? Það er einhver kona þarna,...

Á Vegg (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég sit í bíl set í fyrsta ýti á bensíngjöfina bruna áfram ekkert belti 30 metrar í steinvegg meiri hraði 20 metrar meiri hraði 10 metrar meiri hraði 5 meira 3 meira 2 meira 1 ekki meira Mér sem leið svo vel allt kom upp í hendurnar á mér allir gerðu allt fyrir mig ég þurfti ekki að gera neitt ég gerði ekkert ekki neitt fyrir neinn ekki einu sinni fyrir sjálfan mig ég var gagnslaus gerði ekkert gat alveg eins drepið mig

The Kiss (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum
Butterflies, cannonballs, maggots even, just something that kept it away from my mind. I couldn’t do anything, I couldn’t concentrate, I had no power to release me and run away. It was last saturday evening and I did it on a dare in a contest of filth. I could have said no and just leave and I wonder why I didn’t, but somehow I agreed to it. You might find me sick, I find me sick, sick as hell. More disturbinging moment I’ve never lived through and more disturbing...

Hraðar (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hversu hratt ertu að keyra 100 gefðu honum inn nei, maður jú, bættu í ok gáum hvað skrjóðurinn kemst í í hvað ertu kominn 135 meira maður nei, ekki meira jú, meira ok 150 fjárinn það er byrjað að rigna, ég verð að hægja á mér neinei, það breytir engu, ertu ekki á harðkorna jú, en þá er það allt í lagi vó, hann rann til, ég verð að hætta nei, ekki hætta, keyrðu bara á 130 hann rennur enn til, fuck, er að missa bílinn fuck er allt í lagi það lekur blóð úr hausnum á þér halló vaknaðu vaknaðu...

Blaðra (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það heldur lítil stúlka í mig en ég vil frelsi og leyta upp og það líður ekki að löngu að stúlkan missir takið og ég er frjáls. Ég er frjáls og flýg upp til skýjana til að hitta hinar blöðrurnar allar frjálsar eins og ég. Á leið minni upp á við er einhvað sem bítur. Ég spring. Ég er ekki lengur frjáls heldur fell ég til jarðar og lendi í garði hjá lítilli stúlku.

Einn (7 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Einn, aleinn, umkringdur fólki en samt einn, einsamall, einmana. Þó að maður sé að tala við einhvern þá getur maður verið einn. „Góðan daginn, hvernig get ég aðstoðað?“ „Tvöfaldan ostborgara, ekkert kál.“ „Gos með því?“ Ég er einn, einmana. Þó svo að ég tali við fleiri manneskjur en eðlilegt þykir þá segi ég ekki allt sem ég vil segja. „Já, eh, kók, stóra, engan klaka“ „Tvöfaldan ostborgara, mínus kál og stóra kók án klaka. 750...

Ekki reyna að útiloka tilfinningar þínar: Ástæða (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Setjir þú tappa í eyrun þá sérðu miklu betur, lokir þú svo augunum þá finnur þú betur lykt, setjir þú svo klemmu á nefið þá eykst bragðskyn þitt, lokir þú þá munninum þá kafnaru.

Maðurinn með ljáinn (4 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hann vafrar um túnið í þykkju skykkjunni sinni sem enginn byrta lýsir í gegnum. Enginn hefur séð manninn undir skykkjunni, aðeins rýra hönd hans sem hann teygjir fram úr erminni til að heilsa fólki og hina sem heldur í gamlann boginn ljá. Menn telja að hann sé Dauðinn og sé bara villtur og taka þeir því ekki í hönd hans af hræðslu um líf sitt. Eitt daginn bankar hann upp hjá hjónum hér í dalnum. Hann biður þau að veita þreyttum förumanni mat og réttir fram hönd sína til að hrista hönd...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok