Blaðamaður danska blaðsins Berlingske Tidende segir í dag, að fjögur lög hafi borið af í Eurovision söngvakeppninni í Belgrad í gær, þar á meðal íslenska lagið, sem hafi átt betra skilið en að lenda í 14. sæti. Danir gáfu Íslandi 12 stig í atkvæðagreiðslunni. Thomas Søie Hansen segir raunar, að lögin í úrslitunum hafi verið óvenjulega góð að þessu sinni og hann er ekki vonsvikinn yfir því að danski söngvarinn Simon Mathew hafi endað í 15. sæti. Sú niðurstaða hafi verið fyllilega verðskulduð...