Hann var einmitt ekki kríndur keisari. Hann gerði hið öfuga eftir að hafa sigrað Antoníus og Kleópötru, hann afsalaði sér alræðisvöldunum (reyndar nokkrum árum síðar) og þess vegna fékk hann heiðurstitilinn Ágústus (sem þýðir, eins og þú væntanlega veist, hinn virðulegi). Hann lét kjósa sig ræðismann og alþýðuforingja sem þýddi að hann hafði alla stjórn yfir hernum, var friðhelgur og hafði neitunarvald í öldungaráðinu.