Í gærkvöldi átti sér stað (einn) stærsti Quake leikur sem Íslendingar hafa háð á erlendri grund, en MurK mættu þá hinum nafntoguðu Svíum í All* í EuroCup3 viðureign. Þess má geta að á Quake 3 roster clansins eru hvorki meira né minna en Aim, Blue, DOOMer, LakermaN, NutCase, proZaC og Treble, en þremur af þessum sjö tefldi Evrópa fram gegn úrvali Norður Ameríku á XSI2 mótinu nýafstaðna. Clanið gæti hiklaust talist eitt af 2-3 sterkustu í heimi. Spilað var á dönskum server, og voru ping um...