Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Skuggabarn
Skuggabarn Notandi frá fornöld Karlmaður
1.090 stig

Við (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hvað erum við annað en spegilmynd af hvort öðru? Það er það sama sem við innst inni þráum. Að ganga uppá fjallstoppinn og upplifa fegurð himnana. Að taka þátt í leikjum, vera með og sigra. Að taka þátt í leitinni miklu, að finna og vinna! Ávalt munum við vilja, velja og vona. -

Tristan, part 2 (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Tristan var búinn að bíða í 3 tíma í bílnum rétt við höfnina án þessa að nokkur lifandi vera hefði komið. Sér til skemmtunar hafði hann tekið í sundur Samson 2045 byssuna sína í sundur og fægt hana vel, hann elskaði þennan grip. Ég trúi ekki að skítseyðið hann Sjonni hafi látið þá vita af mér, hugsaði Tristan með sér. Hann getur varla verið svo heimskur! Og rétt í því sá hann ljós, það voru 3 svartir BMW, nýa típan og einn stór trukkur. Úr hverrjum bíl gengu 3 menn einn þeirra var áberandi...

Tristan, part 1 (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 2 mánuðum
\“Hvað viltu hér Tristan? Ég hélt thú hefðir verið sendur til Færeyja eftir seinasta klúðrið!\” Sagði varðstjórinn. Þetta feita fífl, á auðvelt með að tala hérna í sínu verndaða umhverfi. \“Ég þarf að ræða við einn vistmann hjá þér Óli, hann er kallaður Sjonni.\” \“Já Sjonni, horaður dópistaræfill, þeir komu með hann á þriðjudag. Hann er í klefa 2, ég skal opna. Hvernig var það annars Tristan, eftir málið með Ægi Lu?\” Sagan er fljót að ferðast, aðeins 2 vikur liðnar og einhvað lólæf í...

Kossinn (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Kossinn, minn helsti unaður. Tveir munnar mætast, tvær varir snertast, tvær sálir faðmast. - Tíminn stoppar. Líkaminn hitnar, hugurinn róast, sálin svífur. - Já kossinn, mín dýrmætasta gjöf, sem stóri andinn í skýjunum gaf mér; sem mín ástkæra dúfa fær með mér að njóta; sem ég verð ævinlega þakklátur fyrir. Lifið heil, Lifið vel, Lifið frjáls.

Stjarna (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hún hleypur mér að, ég lít. Hún í hönd mína tekur, ég þygg. Hún hlær, sögur segir, ég brosi. Hún sér leikur, ég græt. - Því hún er ég, fyrir langa löngu, þegar hamingjan var minn vinur; þegar aðrir mig elskuðu, og lífið var dans; Þegar sögurnar voru sannar og allt var svo skýrt. -

Ferðalag (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Stormandi, þýtur veröldin hjá, það eina sem reyndist kyrrt var þokan sem ég vildi aldrei fá. Ég sé, en samt svo lítið, já fegurðin hvílir hér alstaðar, en sjaldan fæ á hana litið. Og heimurinn að fótum mínum lá, en firringin fljótt mér náði, og sjaldan þá, merkilegt ég sá.

Tilgangur (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég sfíf inn hvítan ganginn, englar allt í kring. Stofa, sest niður, sé vofur kroppa í græna töflu. Lesin eru ljóð, um einhvað sem jafnvel aldrei var. Svíf í aðra stofa, sest, vofur, ljóð, loks út, og vakna. Mér þætti mjög vænt um þið væruð til í að túlka ljóðið :)

Soldier (6 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Snarruglaður, íklæddur ótta hleyp ég einn um vígvöllinn, veit ekkert, hef ekkert, finn ekkert, nema þjáninguna sem faðmar mig. Ég er týndur stríðsmaður sem hefur gleymt því að eitt sinn tilheirði ég vöskum flokki manna sem saman gat nánast allt. Ég var; Legioner hjá Sesari; Samúrai hjá Keisara; Riddari hjá Drottningu. - Við vorum ósigrandi en það man ég ekki… Því að í höfði mér býr ein rödd, sem er með tímanum hefur orðið ráðandi, óþolandi rödd, blekkjandi rödd, sem vill engan flokk, heldur...

Freystingin (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Mín helborna dís sem sál mína togar að sjá þig mín bíða í stingandi regninu svo ógurlega falleg sem sólin sem rís. Áður ég aðeins var ungur og óáreyttur sat ég á álfasteini reikaði þá hugurinn frjáls hann þá flaug svo langt, svo langt. Minningin mig vitjar er hitti ég hana fyrst þokkafull sem hópur naktra yngismeyja allar saman, í laumi hún merkti mig sinn. Í faðmi þínum þá ég vildi felast undir ofnu teppi skapað af þjáningu regnið mig ei fann sólin mig ei sá. Lífið þaut hratt hjá stakst...

Hvað er ? (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Endalaust í svörtum sjó ég bjó var sem tíminn stæði í stað. Allt í kring var kolniða myrjur, hverfullur ég fann enga ró. Svo ég gleymdi öllu sem er og líka því sem eitt sinn var. Ég átti aðeins eina minningu: - ég er það eina sem til er.

Sorgardalur (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég stend í djúpum dal, grasið grænt, seitlar í læk. - Mikil fjöll standa mér við hlið, fjöll sem himnarnir hræðast. - - Ekkert heyrist, nema vatnið sem slæst í stein. Hrynur grjót, rísa fjöll! - - Á grænu grasi ég sit, hlusta á seitlið í læk, leyfi geislum sólar mig að kyssa. Jörð skelfur, grjót sundrast, fjöll falla! - - - Spörfugl til mín flýgur, syngur lítið ljóð, þreytt mús hjá mér sefur. Dynur í himni, notrar í lofti, eldur úr jörðu, rofnar jörð! - - - Ég lygni aftur augunum, anda...

Kristni, ófullkomin heimspeki? (77 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Í kristni er talað um það að allt mannfólk fæðist syndugt, syndugt vegna þess það er ekki fullkomið eins og Guð. Og þessvegna var fólk að gefa Guði fórnir fyrir Jesús, til þess að koast til himnaríkis með Guði. Til að geta verið með Guði í himnaríki þurftum við að vera syndlaus og fullkominn. Jesús kristur dó fyrir syndir okkar, gerði okkar það kleift að komast í himnaríki með því einu að taka hann í hjarta okkar, þá myndu syndir okkar fyrirgefast. Í Biblíunni er líka talað um að Guð sé...

Nína fína (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Nína liggur í grænum dal, sólin á andlit hennar skín; í dalnum ró hún finnur og þar nú kvílist svo friðsöm og fín. Nína átti marga drauma; oft hún nennti engu; sat bara og dreymdi, meðan ástvinir frá henni gengu. Já Nína fína vildi oft heima sitja; stinga nálinni inn, og láta aðra sig vitja. Óttann hún vildi flýja, fannst sem allt yfir sig steypti. Hún var sem lítið fiðrildi sem rokið gleypti. Og nú hún liggur, sálin barin, já draumadísin verður brátt farin.

Sunna (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hún rís, allt verður yndislegra, hún færir mér hamingju, og sál mín ljómar. - Engill ástarinnar faðmar þau okkur sem það þrá. Værðin færist yfir mig og ég fæ frest, til þess að verða hamingjusamri en ella, um litla stund. - Lífið verður sem ljósmynd, við fáum að líta yfir og njóta. Fæ að vera hér, núna, frjáls.

Ást, hin eina sanna tilfining? (47 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Margir hafa pælt í því hvað ást sé. Er það rafboð í heilanum, lykt sem við finnum bara af “hinum eina sanna” eða er það tilfining sem við höfum alltaf haft? Í nútíma samfélagi er fólk farið að líta á dýr sem óæðri verur, sem við mannfólkið notum til að efla hagsmuni okkar. Sannleikurinn er sá að við erum ekkert það fjarri dýrunum, flestir þekkja söguna af drengnum sem aldist upp með úlfum. Hann hegðaði sér líka eins og úlfur eftir það. Það var það sem hann LÆRÐI. Þannig að það sem gerir...

Frelsi (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Stundum, ég staldra við, skoðaða og sé, að óttinn mig á en fel mig þá, af gömlum sið. Já þokan mig á, hún er minn leini vinur, og af mönnum var hún gerð, en að liggja í henni, er sjaldan sigur. Og ég segji þér vinur minn satt, að allt varð sannarlega bjart, er ég stoppaði og leit, hve allt var þá glatt. Þá fylltist ég krafti sem þekti ég ei og sterkur steig þokunni úr, og þar langar að vera, þar til ég dey.

Brostnir draumar (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Lilja Ló gengur um eina stjörnubjarta nótt, já þar fer hún, svo sæt og fín og flott, fyrir henni er lífið, æðislegt og gott. Hún á framtíð bjarta, og drauma geymir, hún Lilja Ló, veslings unga fljóð, lífið er ekki lítið fallegt ljóð. Naggur Nostri, var dökkur á brún og brá, hann vildi ekkert gera, en allt vildi fá, hann veröld vilda flýja, því ekkert gott hann sá. Hann glæpi framdi og konur lamdi, já Naggur Nostri, böðullinn hann er, því með lífið þitt burt hann fer. Kvöld eitt Lilja Ló um...

Flótti (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Flæði. - Flæði flæðir hér inn í gegnum gamla kassann góða. Endalaus straumur sýna sem fanga mig, halda mér föstum, halda á mér stjórn. - Ég dofna, vesna upp, hverf og hætti að vera til.

Púkinn og ég (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég fastur sit í steinklefa, saurugt er mitt nýja heimili. Við búum hér tveir, púkinn og ég, púkinn sem geymir lykilinn að frelsinu. Ég þekki ei ætlanir hans, væntingar eða vonir en hann er illur, það hef ég alltaf vitað. - En vittu það vinur minn, að það var ég sem bauð honum inn.

Konan með kyndilinn (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hún vitjaði mín í nótt, mér blæðir hana í augu, konuna með kyndilinn, sem kveikti í mér bál, rauðeygð með lítið glott. Ég hafði asklok fyrir himinn, hélt hún gæti aldrei mér náð, konan með kyndilinn hló. Nú hún mig á og rauðeygður með lítið glott, ég kveiki í þér bál. —

Snædís (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Þú unga dís sem hörpuna mína geymir. - Af öllum hinum skarar þú í fegurð sem og þokka. Undur gerir þú sem ég hef hvergi áður séð, listir sem ég vissi ekki um, Ó fagra stolta dís því faldir þú þig svo lengi frá mínu forvitna hjarta? Ég vil þig faðma; undur þín sjá; listum þínum njóta; af aðdáun vil ég hjá þér vera. Þú yndisfagra dís sem hörpuna mína geymir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok