Lilja Ló gengur um eina napurbjarta nótt, já þar fer hún, svo sæt og fín og flott, fyrir henni er lífið, æðislegt og gott. Hún á framtíð bjarta, og draumum skartar, Lilja Ló, veslings unga fljóð, lífið er ekki lítið fallegt ljóð. Naggur Nostri, var dökkur á brún og brá, hann vildi ekkert gera, en allt vildi fá, veröld vildi flýja, því ekkert gott hann sá. Hann glæpi framdi og konur lamdi, Naggur Nostri, sem plágan hann er, því með hamingjuna burt hann fer. Kvöld eitt Lilja Ló um eina götu...