''Á þessari plötu kynnistu nokkrum stelpum og kannski þekkirðu sumar þeirra nú þér. Þekkirðu til dæmis einhverja Þyrnirósu sem bíður eftir prinsinum sínum og étur valíum á meðan? Þekkirðu stelpu sem dreymir um að verða hjúkk, eða einstæða mömmu sem les Andrésblöðin mædd í dagsins önn? Kannski þekkirðu Gunnu, Signýju, eða sögur einhverra hinna stelpnanna á þessari plötu. Platan er ekki gefin út í tilefni kvennaárs. Hún er gefin út í tilefni allra þeirra kvennaára sem koma skulu, því...