Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Skarsnik
Skarsnik Notandi frá fornöld 47 ára karlmaður
960 stig

Re: VS.NET vandamál

í Forritun fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já, ég held ég sé loksins búinn að komast að því hvað þetta er, og það fyrir algjöra slysni. Ég er með svona Logitech iFeel Mouseman mús (með force feedback), og Immersion force feedback stuffið var skaðvaldurinn hjá mér.. veit samt ekki hvað þetta hefur verið með laptoppin sem ég sá þetta gerast líka á. <br><br>- Skarsnik

Re: DVD í Xbox

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Nibb :P <br><br>- Skarsnik

Re: Ungverska

í Forritun fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já, þessi guide er mjög fínn, en hann tekur jú einmitt bara á klasasöfnum. Ég hef soldið verið að reyna að draga þetta betur saman í eitt gott skjal plús fleiri “almenna” hluti sem ekki er tekið á þarna.

Re: Ungverska

í Forritun fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Pretty nice! þessi “Option Strict” hljómar eins og arftaki “Option Explicit” í ASP :) Þetta er virkilega flottur function, en ég held ég haldi mig samt áfram við C#, er orðinn vanari syntaxinum þar (er samt gamall ASPari), og vill ekki missa hluti eins og operator overloading, unsafe kóða og sjálfvirka XML skjölun kóða :)

Re: Ungverska

í Forritun fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hmm.. eitt enn, vitið þið um eitthvað tilbúið skjal fyrir forritunarreglur innan fyrirtækis sem hægt væri að fá að sjá? ég hef rólega verið að reyna að hamra saman svona hlut fyrir .NET forritun til að leggja fyrir sem tillögu innan bankans, og gaman væri að sjá svona til að maður taki nú á flestu :) eins og er hef ég aðallega verið að reyna að koma nafnagiftamálum á blað.

Re: Ungverska

í Forritun fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hmm.. gætirðu betur útskýrt hvernig þetta virkar í VB.NET? þegar ég forrita C# kóða og geri syntax villu þá undirstrikar umhverfið villuna samstundis með rauðu, en sumar villur koma jú ekki fram fyrr en við þýðingu, eru það þessar villur sem að VB.NET grípur jafnóðum? hvernig virkar það, þýðir umhverfið allt “scopið” sem þú ert að vinna í eða bara eina línu í einu? þetta er nýtt fyrir mér og væri gaman að heyra meira um :)

Re: Ungverska

í Forritun fyrir 22 árum, 6 mánuðum
.NET er með svipaðan hlut og pakkanöfn (amk. svo framarlega sem ég veit) en það eru nafnasvið (namespace), og fer allt sem ég geri undir nafnasvið Búnaðarbankans. Flott að heyra að hægt er að gera einhverskonar generative programming með JavaDoc, en það er forritunaraðferð sem ég hef ekki ennþá prófað mikið.. ég er meira að smíða componenta og endurnýta kóða þannig.. einnig er ég byrjaður að kynna mér OOP design patterna (factory, decorative, bridge o.s.frv.), er einhver góð bók sem þið...

Re: Ungverska

í Forritun fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Sæll Carvel, Þú kemur einmitt inná margt sem ég er sammála, t.d. að staðla notkun slaufusviga, og ýmislegt sem gerir kóða læsilegri. En varðandi OO forritun er ég aðallega að ræða um þá hluti sem eru sýnilegir þeim sem nota viðkomandi component. Dæmi, ef ég er að nota component og allir klasarnir í honum byrja á c þá finnst mér það mjög slappt, einnig ef t.d. föll eru prefixuð með return taginu.. hvað er pointið í því? mér finnst svona bara flækjast fyrir. Sýnilegir hlutir í componentum eiga...

Re: Ungverska

í Forritun fyrir 22 árum, 6 mánuðum
dermann, ég er svo sannarlega sammála þér :) Ég er búinn að vera að forrita nær einungis í .NET í hátt í ár og finnst ungverskur ritháttur ekkert eiga heima þar, amk. ekki í flestum tilfellum. Microsoft tóku saman ágætis guidelines um nafnagiftir í klasasöfnum og hef ég mikið stuðst við það, en það segir til um hvernig eigi að skýra sýnilega (public/protected/internal) hluti í klasasöfnum en þar nota ég Pascal “casing”. Hinsvegar nota ég soldinn “hybrid” af einfölduðum ungverskum rithætti í...

Re: .NET, ASP.NET, C#, ADO.NET... o.s.frv

í Forritun fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þessir 3 hlutir eru bara svo umfangsmiklir.. það er nógu erfitt að finna eina góða bók sem fer nógu vel í EINN þeirra.. hvað þá allt í einu :P Sumar þessara bóka eru stórar, t.d. 700 eða 1300 bls. þannig að gætirðu ímyndað þær hversu stór ein bók yrði sem færi í allt saman? :P .NET Framework Essentials er já soldið “introduction”, en mjög góð sem slík.. svo er bara að lesa t.d. “Programming C#” eftir Jesse Liberty, einnig hef ég heyrt að “Inside C#” eftir Tom Archer sé líka mjög fín. Og...

Re: .NET, ASP.NET, C#, ADO.NET... o.s.frv

í Forritun fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Hmm.. til að byrja með mæli ég með að þú lærir .NET sem slíkt. Það er viss grunnur sem þú þarft að kunna sem er sambærilegur öllu .NET dótinu, bæði hvernig CLRið keyrir og svo það mál sem þú velur þér (C#) Ég myndi mæla með þessum 2 bókum til að byrja með: Programming C# (eftir Jesse Liberty), komin í 2. edition. .NET Framework Essentials (eftir Thuan Thai og Hoang Q. Lam), einnig komin í 2. edition. Svo hef ég blaðað í gegnum “ADO.NET Programming” frá Wrox og er ekki nógu ánægður með hana,...

Re: Spegill: Microsoft .NET Framework

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
“.NET Framework Redistributable” er keyrsluumhverfið og er það sem þarf á þeim vélum sem keyra .NET forrit (og ASP.NET síður). Þetta fylgir .NET SDKinum (þessi sem er rúm 120MB), en hann er ekki nauðsynlegur nema þú viljir skrifa .NET forrit (fylgja dæmi, command-line þýðendur o.flr.) <br><br>- Skarsnik

Re: Web tenging við Access gagnagrunn

í Forritun fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég mæli með að nota OleDB tengingar, en einnig er hægt að nota ODBC og þá bæði með og án DSN. Kíktu á byrjendasíður eins og www.aspfaqs.com <br><br>- Skarsnik

Re: Toyota Corolla 1600 GTi 1988 módel til sölu

í Bílar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Steingleymdi einu.. verðhugmynd 100þús. <br><br>- Skarsnik

Re: Advanced SQL

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Svo má ekki gleyma að hugsa útí performance mál og bestun :) En alveg rétt hjá þér, gott að benda fólki á aðrar leiðir.. hiarchial gagnageymslur eru mikið á leiðinni inn í dag :) <br><br>- Skarsnik

Re: Advanced SQL

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Er data shaping (hiarchial data structure) ekki soldill óþarfi í þessu tilfelli? ziaf skrifaði nákvæmlega það sem ég myndi gera, ég myndi nota inner join.. En ef hægt er að deleta úr user töflunni myndi ég nota outer join (annaðhvort left eða right eftir því hvernig fyrirspurnin snýr), vegna þess að ef frétt #1 er með notanda “gunnar” og honum er svo eitt úr töflu “users” þá birtast ekki lengur fréttirnar merktar honum ef inner join er notað.. en ef outer join er notað þá myndu fréttirnar...

Re: MSSQL

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Heh.. og hvaða gagnagrunnur er betri en MSSQL? ef þú segir eitthvað eins og MySQL eða Postgres þá skal ég mæta í heimsókn og berja þig með 10 metra priki :) Þú notar t.d. Identity(0,1) fyrir þetta þar sem parameterarnir eru “seed, increment”, t.d. setti ég seed=0 og increment=1 sem þýðir að fyrsta atriðið byrjar á 0 og hækkar um 1 við hverja nýja færslu. Endilega farðu svo og þroskastu pínu og hættu að halda að allt MS sé “bjánalegt” o.s.frv. <br><br>- Skarsnik

Re: UML

í Forritun fyrir 22 árum, 7 mánuðum
UML stendur fyrir “Unified Modelling Language” og í stuttu máli er þetta ákveðin aðferðafræði við hugbúnaðarhönnun. Með þessu teiknarðu t.d. upp á grafískan hátt hluti eins og notkunardæmi, sequence rit, klasarit og fleira sem lýsir og útlistar einstaka hluti í hugbúnaði og tengingar þeirra á milli.<br><br>- Skarsnik

Re: DJ Set

í Danstónlist fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Úff.. soldið stórt.. en ef þú býrð fyrir sunnan skal ég brenna það á disk fyrir þig ;) Sendu mér póst ef þú hefur áhuga: sigurdg@simnet.is <br><br>- Skarsnik

Re: DJ Set

í Danstónlist fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég er einmitt að hlusta á 7 klst. Tiesto sett núna, eitt það besta ever, 550MB monster :) Dj_Tiesto_-_Live_at_Dutch-Dimension_Solo_Tour_Holland-SAT-02-02-2002-TWCMP3 <br><br>- Skarsnik

Re: break í MS SQL (Vantar client)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég hef reyndar alltaf getað notað Enterprise Manager (og ekki stolið) þannig að ég hef ekki sjálfur notað þessi fríu tól, en ask var að benda þér á forrit :) <br><br>- Skarsnik

Re: break í MS SQL (Vantar client)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Well, ef þú átt ekki serverinn, þá eru ekki það miklar líkur að þú getir notað þetta tól hvort sem er :) sem dæmi þá er bara einn góður hýsingaraðili á Íslandi sem bíður uppá MS SQL Server (amk. sem ég veit um) og það er EJS. Og þar færðu ekki að tengjast serverinum beint nema fá algjörri undantekningu. Sem sagt þú þarft að smíða sql scriptur sem smíða grunnana o.s.frv. og keyra á vef servernum. <br><br>- Skarsnik

Re: break í MS SQL (Vantar client)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þú ert ekki að setja upp eintak af servernum, þú installar bara “client tools” sem fylgja :) Þessi tól eru frá Microsoft, en svo er til slatti af fríum tólum. <br><br>- Skarsnik

Re: break í MS SQL (Vantar client)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Já, Enterprise Manager tólið er oftast notað til að gera þetta.. en ég er ekki viss hvort það fylgi öllum útgáfum af MS SQL Server. En til að installa honum keyrirðu SQL Server installið á vélinni hjá þér og velur “Client Tools Install”, eða eitthvað líkt :) <br><br>- Skarsnik

Re: Xbox lækkar í verði

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Gott að heyra MadMax, ef endanlegt verð verður í kringum þetta þá er ekki langt í að ég smelli mér á eitt stykki, beint útúr BT :) en mun verð á leikjum eitthvað breytast? :) <br><br>- Skarsnik
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok