Mig langar til að benda ykkur á smá mál sem er búið að hrjá okkur skrautfiskaeigendur í marga mánuði, en það er bann á innflutningi á fiskafóðri frá Bretlandi vegna gin og klaufaveiki. Um er að ræða frosinn mat eins og blóðorma, skelfisk, rækjur og fleira sem er dauðhreinsað með gammageislun. Í fyrsta lagi er nú frekar langsótt að þessi veiki getið borist í búfénað hérlendis í gegnum fiskafóður, en það sem er virkalega fáránlegt er að allt þetta fóður frá þessum tiltekna aðila (fyrirtæki sem...