Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Sivar
Sivar Notandi frá fornöld 47 ára karlmaður
610 stig

Re: Dumbledore

í Ljóð fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Einhver var að lesa Harry Potter! En…. vitrari en nokkur svanur? Mætti nú laga ýmislegt í þessu. Alltaf skemmtilegt að láta vitna í Harry Potter samt.

Re: Spuna/Spila jafnvægið

í Spunaspil fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Já ég held að þetta séu góðar leiðbeiningar. EN það er nú lágkúrulegt að skrifa eitthvað bara til þess að fá stig. Það er eins og allt annað skipti ekki máli. EN ohh welll. Ég er víst einn í heiminum. En þetta er rétt sem Vargur segir, að sagan fygli sinni slóð. Að persónunar njóti sín eins og þeir eiga skilið. Það er samt mjög hárfín lína. Það er hægt að gera þetta þannig að allir viti hvenær þú ert að láta söguna ráða og hvenær ekki. Það á að reyna forðast svoleiðis atburði. 'Eg sjálfur...

Re: Fóstureyðingar í USA

í Deiglan fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Já nokkuð góð síða en svolítið gróf Hér er önnur sem er á sömu skoðun en ekki eins gróf www.prochoice.com Síðan eru síður þeirr sem eru meðfylgjandi www.earlyoptions.org www.porchoice.org Það vantar samt einhvern málefnalega umræðu á þessar síður. Allir ættu að kynna sér þessi málefni. Þetta er mjög erfitt mál og mun vera það.

Re: Battle Chasers

í Myndasögur fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Það væri gaman að fá að vita um hvað hún fjallar.

Re: Re: Re: Re: Re: Star Wars og Star Trek.....

í Sci-Fi fyrir 24 árum, 4 mánuðum
AAAAARRRRRRGGGHHHHHHH……. hvað er þvættingur? Hvað er verið að rífast um? Er ég svona heimskur, ég skil ykkur ekki, hvað er verið að tala um? Er star trek betra en star wars? Það er ekki hægt að bera þá saman, sápuópera og bíómynd. Ekki hægt! EN það er dýpri áhugi á star trek. Held ég!

Re: Forvitni

í Smásögur fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Þrælskemmtileg! Hún er auðvitað ungæðisleg. En það er bara allt í lagi. Hefur sína góðu kosti.

Re: Hvernig hugsa strákar ???

í Rómantík fyrir 24 árum, 4 mánuðum
það er mismunandi. ég hugsa öðruvísi en aðrir. Það hlýtur að vera. ég hoppa ekki á allt. Gæti ég riðið sömu stelpunni nokkrum sinnum án þess að ég væri ástfanginn af henni? Ef hún mundi vita af því og koma að málinum með sömu forsendu og ég… já þá gæti ég það. Jólagjöf? Hvað vill hann? Ekki reyna að finda endilega hina rómantískustu gjöfina handa honum. Ef þú ert ástfanginn þá skaltu gefa honum eitthvað sem er frá þér, ef hann sé ástfanginn af þér á móti. Annars finnst mér best að láta gefa...

Re: Fóstureyðingar: með eða á móti?

í Deiglan fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Fóstureyðingar eru ekki með öllu ókeypis, þú þarft að borga smá gjald (sem er lítill hluti kostnaðarins) Að bera saman ísland við hin Norðurlöndin og athuga fópsturyeðingar þá sér maður að ísland er með hærri fóstureyðingar heldur en Norðurlöndinn, ísland er líka með hærri tölur yfir unglingaþunganir. Afhverju? Það er sagt og hefur verið athugað og komist að þeirri hiðurstöðu að það er litið öðruvísi á kynlíf þar heldur en annarsstaðar. Kynfræðslan er með öðrumóti og miklu opnari. það þyrfti...

Stutt í aldarmót og árþúsundamót!

í Deiglan fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Lifðu fallega og heill. Margar skoðanir eru á þessu máli og allir halda að þeir séu með þá réttu. Eigum við ekki bara að láta þá halda það og lifa heilega? Við vitum að það koma áramót. Ég ætla að njóta þeirra alveg eins og ég naut síðustu áramóta. Ég lifi mesta lagi í eina öld! og það er bara gaman að lifa aldamót, þótt að maður viti ekki alveg hvenær þau koma. Ég vil kveikja á friðarljósum og reykelsi og lifa í meðvitund um hina alheimssál sem er í okkur öllum. Við erum ein sál sem horfi...

Re: Spunaspilarar..

í Spunaspil fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Ég er búin að vera aktífur í 12 ár. Með smá pásum á milli en aldrei lengri en hálft ára. Stjórna Birthright reglulega. Stjórna þá grúppu sem er einhverskonar víkinga hópur. Hef verið að stjórna honum í 3 ár og er að reyna að ná einhvers konar íslendingasagna áhrifum. Örlög tvinnast saman og eitthvað þvíum líkt Er líka að spila í Dragonlance og í tveimur öðrum grúppum í Birthright það gerist þó sjaldnar heldur en hitt. Síðan er einn vinur minn að stjórna world of darkness one shot adventure....

Re: bonjela sem deyfilyf

í Börnin okkar fyrir 24 árum, 4 mánuðum
svona á upplýsingar að vera. Takk fyrir þessar fróðlegu upplýsingar.

Re: Re: Svæfingaraðferðir.

í Börnin okkar fyrir 24 árum, 4 mánuðum
heyr heyr!

Re: Lyklabörn!

í Börnin okkar fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Svona er nútíminn og lífið. Reynið að kynnast þessum krökkum og ala þau upp sjálf. Eða kannski reyna ná trausti þeirra. Með því að hlusta á þau hafa þolinmæði fyrir þeim osfrv. Það er það sem þau vilja. Ef enginn foreldri getur það afhverju ekki þú? Hefur einhver séð Benjamín Dúfu? í henni er góð vísidóms perla um athygli barns. Takið eftir feita drengnum (man ekki hvað hann hét í myndinni) það segir manni margt eða kannski ekki neitt.

Re: Get ekki beðið efti Zerg

í Blizzard leikir fyrir 24 árum, 4 mánuðum
þú ert hneta!

Re: Re: Re: Re: Re: Samkynhneigðir og réttindi þeirra!

í Deiglan fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Það er rosalega gaman að sjá fólk tala um þetta mál án þess að missa sig í einhverri geðveiki. Biblían minnist á samkynhneigða og segir að það sé synd. En eigum að trúa öllu sem stendur þar? Hvaða ástæðu hefur blóðbankinn fyrir því að banna samkynhneigðum blóð? Svar óskast! Islam og konur ég athugaði kóraninn einu sinni og las í honum konan sé óæðri manninum. En það stendur líka í biblíunni. Einelt snýst ekki í kringum einhverjar ástæður! Það er ekki málið, heldur er það persónuleikinn sem...

Re: Vinir

í Börnin okkar fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Segðu “jú mér finnst að þið séuð að stríða mér”. Síðan geturu kannski tekið aðra á eintal og rætt vð hana og sagt henni frá hvernig þér líður til þess að fá hana til þess að hugsa. Skiluru? Ef það virkar ekki þá skipta um bekk. Hiklaust. Skóli á ekki að vera hataður, þér á að líða vel í honum. Ef þetta heldur áfram þótt að þú flytjir þá skaltu tala við einhvern yfirmann (gerast klagari) og segja frá því hvernig þér líður. En ég efast um að þú þurfir að fara svo langt. sivar P,s sjáumst… ég...

Re: Erum við Lúðar?

í Spunaspil fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Nú er ég stiganörd og skólanörd því ég skrifa þetta vegna þess að ég er að fara að lesa fyrir próf og þá er enginn hugi fyrir mig… en ég vildi næla mér í tvö stig til að halda þriðja sætinu…. hehehe

Re: Búa til börn fyrir félagsmálastofnun

í Smásögur fyrir 24 árum, 4 mánuðum
jebb þetta er í alvöru, það er að segja ramminn, en ég tók mér skáldaleyfi.

Re: Andrés Önd

í Myndasögur fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Svalur og valur voru frábærir, ég var svo sár þegar þeir hættu að gefa það út.

Re: sniðugt!

í Börnin okkar fyrir 24 árum, 4 mánuðum
hvar er nýji korkurinn? Giz þessi grein hefði virkað betur ef þú hefðir komið með fullt nafn og verð á gelinu. Bara lítil ábending.

Re: Kallað á hjálp.

í Ljóð fyrir 24 árum, 4 mánuðum
oj…. ekki yfir ljóðinu heldur varnarleysinu og vonleysinu.

Re: verum vinir.

í Ljóð fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Nokkuð gott.. en ég held að tilfinningin í ljóðinu hverfi fyrir rími. En samt tekst þér að láta rímið vera gott og hafa tilfinnigu.. Klapp klapp….

Re: Fleiri sjónarmið

í Deiglan fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Það er frekar ódýrt fyrir bandaríkja manninn að fara til Evrópu og taka síðan flug heim og millilenda á Íslandi. Go-flight hefur komið með mikið af farþegum frá Englandi. í dag er þetta frekar safe fólk. Ég hitti mikið af könum úti í evrópu þegar ég var þar á ferðm, og þó nokkrir höfðu komið við í Hollandi bara útaf einum hlut….. viljum við fá svona ferðamenn? Ekki það að þetta hafi verið eitthvað vont fólk, alls ekki, en samt….

Re: Ást...

í Smásögur fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Voðalega eru margir samkynhneigðir. En þetta er skemmtilegt.

Re: Re: Einelti

í Börnin okkar fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Það er nú gott að þú fáir samviskubit… það er gaman að vita að það er réttlæti í þessum heimi… múhahahahaaha…..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok