Já, ef þú hugsar um það þannig er hún ekki óþörf. En það er ekki jafn mikil þörf fyrir hana og áður. Ég efast t.d. um að ef að trúarbrögð væru ekki til núna, að þau myndu eitthvað skapast í því samfélagi sem við lifum í. Það er í rauninni svo lítil forsenda fyrir því, við vitum svo margt sem varð kveikjan að trúarbrögðum. Svo má ekki gleyma því að mörg trúarbrögð urðu til vegna þess að þessir sem höfðu meira vit en hinir nýttu sér stöðu sína og þóttust getað túlkað ýmislegt, eins og prestar...